Banaslys við beygju sem stóð til að banna Sæunn Gísladóttir skrifar 9. júlí 2016 06:00 Banna átti beygjuna þar sem banaslysið varð. Mynd/Atli Banaslys varð á Reykjanesbraut á fimmtudag þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi. Bíllinn og bifhjól á suðurleið skullu saman og ökumaður bifhjólsins, þriggja barna faðir á fertugsaldri, lést. Í ágúst í fyrra var tilkynnt um framkvæmdir við hringtorg við Stekk í Njarðvík og að vinstri beygja yrði bönnuð frá Hafnavegi. Í stað þess færi öll umferð til norðurs frá Hafnavegi um hringtorgið. Enn hefur vinstri beygjan þó ekki verið bönnuð með fyrrgreindum afleiðingum. Atli Már Jóhannsson, mótorhjólamaður og íbúi í Höfnum, segir gatnamót hafa verið vandræðabörn hjá Reykjanesbæ í mörg ár. „Það voru fyrst gatnamótin fyrir neðan Hafnaveg, en það er komið hringtorg þar. Það stóð alltaf til að færa Hafnaveg niður að hringtorginu, það kom tillaga um það en það virðist ekkert vera að gerast í því,“ segir Atli.„Það varð banaslys þarna í vetur aðeins neðar. Það er mikið af fólki sem þarf að labba yfir Reykjanesbraut til að sækja sér þjónustu. Það er verið að tala um að setja undirgöng þarna. Það er skrítið að þetta sé ekki gert í einum rykk,“ segir hann. Atli bendir á að við Reykjanesbraut séu tvenn gatnamót í viðbót án hringtorgs, bæði í Keflavík. Í svari frá Vegagerðinni segir að ástæða þess að beygjan var ekki lögð af hafi verið seinkun á verkinu fram á harða vetur. Eftir áramótin var svo farið að vinna í undirbúningi þess að setja undirgöng undir Reykjanesbraut við Hafnaveginn. Það var ljóst að þar þyrfti að setja framhjáhlaup vegna þeirra framkvæmda og því frestaðist á ný að leggja beygjuna af. Stefnt er að því að undirgöngin verði gerð í sumar. Ef verkinu aftur á móti seinkar verði strax farið í að banna vinstri beygjuna og sett upp það sem þarf til þess, kantsteinar og eyja. Hins vegar, ef farið verði í framkvæmdir með framhjáhlaupinu, þá lokist á vinstri beygjuna.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Banaslys varð á Reykjanesbraut á fimmtudag þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi. Bíllinn og bifhjól á suðurleið skullu saman og ökumaður bifhjólsins, þriggja barna faðir á fertugsaldri, lést. Í ágúst í fyrra var tilkynnt um framkvæmdir við hringtorg við Stekk í Njarðvík og að vinstri beygja yrði bönnuð frá Hafnavegi. Í stað þess færi öll umferð til norðurs frá Hafnavegi um hringtorgið. Enn hefur vinstri beygjan þó ekki verið bönnuð með fyrrgreindum afleiðingum. Atli Már Jóhannsson, mótorhjólamaður og íbúi í Höfnum, segir gatnamót hafa verið vandræðabörn hjá Reykjanesbæ í mörg ár. „Það voru fyrst gatnamótin fyrir neðan Hafnaveg, en það er komið hringtorg þar. Það stóð alltaf til að færa Hafnaveg niður að hringtorginu, það kom tillaga um það en það virðist ekkert vera að gerast í því,“ segir Atli.„Það varð banaslys þarna í vetur aðeins neðar. Það er mikið af fólki sem þarf að labba yfir Reykjanesbraut til að sækja sér þjónustu. Það er verið að tala um að setja undirgöng þarna. Það er skrítið að þetta sé ekki gert í einum rykk,“ segir hann. Atli bendir á að við Reykjanesbraut séu tvenn gatnamót í viðbót án hringtorgs, bæði í Keflavík. Í svari frá Vegagerðinni segir að ástæða þess að beygjan var ekki lögð af hafi verið seinkun á verkinu fram á harða vetur. Eftir áramótin var svo farið að vinna í undirbúningi þess að setja undirgöng undir Reykjanesbraut við Hafnaveginn. Það var ljóst að þar þyrfti að setja framhjáhlaup vegna þeirra framkvæmda og því frestaðist á ný að leggja beygjuna af. Stefnt er að því að undirgöngin verði gerð í sumar. Ef verkinu aftur á móti seinkar verði strax farið í að banna vinstri beygjuna og sett upp það sem þarf til þess, kantsteinar og eyja. Hins vegar, ef farið verði í framkvæmdir með framhjáhlaupinu, þá lokist á vinstri beygjuna.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira