Fólk geti kynnt sér hugleiðslu á einfaldan máta Sæunn Gísladóttir skrifar 9. júlí 2016 13:00 Leifur Björnsson og Tristan E. Gribbin eru hluti af teymi FLOW. Vísir/Eyþór Leifur Björnsson, Bix Sigurdsson og Tristan E Gribbin mynda teymið á bak við FLOW í Startup Reykjavík. Markmið fyrirtækisins er að bjóða upp á aðgengilegt efni tengt hugleiðslu og vellíðan. Öll hafa þau í teyminu kynnst hugleiðslu af persónulegri raun. „Við erum að stofna fyrirtæki sem er að þróa aðgang að hugleiðslu í gegnum app, upplifun með sýndarveruleika og með því að vinna beint með fyrirtækjum. Við erum í samstarfi við Vodafone núna," segir Tristan. „Fólk getur byrjað á því að kynna sér hugleiðslu á mjög einfaldan máta og svo getur það haldið áfram með appið. Fólk verður fljótt að tengja við hvað hugleiðsla er og hvað fólk getur upplifað. Við munum nota tónlist, og fólk getur einbeitt sér að hreyfingu, eða öndun, eða fókus," segir Tristan. „Þetta er byggt á óhefðbundnum aðferðum í einhverjum skilningi sem Tristan hefur þróað. Hún er búin að vera að hugleiða síðan árið 2000 og hefur kennt hugleiðslu," segir Leifur. „Um fyrstu sinn verður þetta app með sjónrænt efni, og tónlist. Það verða boðnar upp á mismunandi aðferðir fyrir einstaklinga til að hugleiða eftir því hvað hann vill, hvort hann viliji slökun eða meira einbeitingu, til dæmis," segir Leifur. Tristan hefur áður unnið sem frumkvöðull, en hún stofnaði fyrirtæki sem framleiddi lífræn föt í Bandaríkjnum og hefur kynnst sjálfbærri framleiðslu þar. „Þetta er draumur sem hefur verið í bakgrunninum í mörg ár. Ég fór að hugsa að gera eitthvað með þetta. Bix kynnti okkur Leif og við byrjuðum að hittast og sóttum um í Startup Reykjavík og Stökkpallinn hjá Vodafone," segir Tristan. Teymið vann Stökkpallinn, hugmyndasamkeppni Vodafone. „Vörurnar eru ennþá á þróunarstigi hjá okkur og við höfum verið aðallega að setja fókus á núna á allt útliti á þessu út á við, merki fyrirtækisins og útlit á efninu sem við erum að framleiða. Við erum á hönnunarstigi núna," segir Leifur. „Áður en þessu ferli í Startup Reykjavík lýkur í ágúst verður tilbúin útgáfa af appinu," segir Leifur. Hann segir planið vera að halda áfram að þróa appið og komast í samstarf við fyrirtæki að viðskiptahraðlinum loknum. „Við sjáum fyrir okkur að samstarfið við Vodafone muni opna okkur að einhverju leiti leið inn á fyrirtækjamarkað." „Við erum að byggja tengslanetið hérna. Við viljum byrja að þróa vöruna hér á markað en vonandi fara fljótlega á erlendan markað líka," segir Tristan. Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira
Leifur Björnsson, Bix Sigurdsson og Tristan E Gribbin mynda teymið á bak við FLOW í Startup Reykjavík. Markmið fyrirtækisins er að bjóða upp á aðgengilegt efni tengt hugleiðslu og vellíðan. Öll hafa þau í teyminu kynnst hugleiðslu af persónulegri raun. „Við erum að stofna fyrirtæki sem er að þróa aðgang að hugleiðslu í gegnum app, upplifun með sýndarveruleika og með því að vinna beint með fyrirtækjum. Við erum í samstarfi við Vodafone núna," segir Tristan. „Fólk getur byrjað á því að kynna sér hugleiðslu á mjög einfaldan máta og svo getur það haldið áfram með appið. Fólk verður fljótt að tengja við hvað hugleiðsla er og hvað fólk getur upplifað. Við munum nota tónlist, og fólk getur einbeitt sér að hreyfingu, eða öndun, eða fókus," segir Tristan. „Þetta er byggt á óhefðbundnum aðferðum í einhverjum skilningi sem Tristan hefur þróað. Hún er búin að vera að hugleiða síðan árið 2000 og hefur kennt hugleiðslu," segir Leifur. „Um fyrstu sinn verður þetta app með sjónrænt efni, og tónlist. Það verða boðnar upp á mismunandi aðferðir fyrir einstaklinga til að hugleiða eftir því hvað hann vill, hvort hann viliji slökun eða meira einbeitingu, til dæmis," segir Leifur. Tristan hefur áður unnið sem frumkvöðull, en hún stofnaði fyrirtæki sem framleiddi lífræn föt í Bandaríkjnum og hefur kynnst sjálfbærri framleiðslu þar. „Þetta er draumur sem hefur verið í bakgrunninum í mörg ár. Ég fór að hugsa að gera eitthvað með þetta. Bix kynnti okkur Leif og við byrjuðum að hittast og sóttum um í Startup Reykjavík og Stökkpallinn hjá Vodafone," segir Tristan. Teymið vann Stökkpallinn, hugmyndasamkeppni Vodafone. „Vörurnar eru ennþá á þróunarstigi hjá okkur og við höfum verið aðallega að setja fókus á núna á allt útliti á þessu út á við, merki fyrirtækisins og útlit á efninu sem við erum að framleiða. Við erum á hönnunarstigi núna," segir Leifur. „Áður en þessu ferli í Startup Reykjavík lýkur í ágúst verður tilbúin útgáfa af appinu," segir Leifur. Hann segir planið vera að halda áfram að þróa appið og komast í samstarf við fyrirtæki að viðskiptahraðlinum loknum. „Við sjáum fyrir okkur að samstarfið við Vodafone muni opna okkur að einhverju leiti leið inn á fyrirtækjamarkað." „Við erum að byggja tengslanetið hérna. Við viljum byrja að þróa vöruna hér á markað en vonandi fara fljótlega á erlendan markað líka," segir Tristan.
Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira