Á von á sambærilegu verði í H&M á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 8. júlí 2016 09:24 Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Reginn. Vísir/GVA Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf., segir að búið hafi verið að vinna að komu fatarisans H&M til Íslands í tvö ár. Reiknað sé með því að verslanirnar tvær, á Hafnartorgi og í Smáralind, verði opnaðar í tveimur skrefum, á næsta ári og þarnæsta. Helgi segist reikna með því að verð á fötum verði sambærileg við verð í verslununum í öðrum löndum. „Samningar við svona sterk og öflug fyrirtæki taka mjög langan tíma og eru flóknir og erfiðir. Við erum búnir að vinna að þessu í rúmlega tvö ár,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segir H&M í gríðarlegum vexti og að opna fleiri hundruð verslanir á hverju ári. „Þeir velja sín lönd, sem þeir fara inn í af mikilli kostgæfni, og það þykir svolítið merkilegt hjá þeim að opna í nýju landi,“ segir Helgi. Það hafi verið tilkynnt sérstaklega í morgun að til stæði að opna verslanir í nýju landi. Sömuleiðis standa yfir viðræður Kringlunnar við H&M en ekki hefur verið gengið frá samningum enn sem komið er. Hafnartorg eins og það kemur til með að líta út, séð frá Arnarhóli.PK arkitektar Muni hafa mikil áhrif á verslun „Þeir telja tímabært að koma núna til Íslands en auðvitað koma þeir því við erum að bjóða þeim góðan valkost sem falla algjörlega að þeirra staðsetningu og miðbæinn.“ Lengi hafa verið sögusagnir og orðrómar um komu H&M sem ekki hefur reynst fótur fyrir. Helgi segist ekki vita hvað hafi breyst nú, hann hafi spurt að því en ekki fengið svör. Ein stærsta ástæða vinsælda H&M er vöruverðið, fötin þykja ódýr á meðan þau eru á sama tíma nokkuð flott. Helgi á von á sambærilegu verði hér á landi eins og annars staðar. „Ég spurði þá að því en þeir gátu ekki sagt það nákvæmlega. Þeir eru með þá strategíu, eins og við Íslendingar sem förum í H&M þekkjum, að það er sambærilegt verð alls staðar þannig að við bara vonum það.“ Helgi segist eiga von á því að koma H&M muni hafa gríðarleg áhrif á verslun á báðum stöðum, bæði í Smáralind og Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Og raunar alla fataverslun á Íslandi. „Þetta kemur til með að styrkja hana alveg gríðarlega, og auka veltu. Vonandi fer fólk að versla meira hér heima,“ segir Helgi. Sjálfsagt muni miðbæinn og Smáralind sem verslunareiningar styrkjast og Reginn hafi lengi ætlað sér að byggja upp sterkan miðbæ í samstarfi við þá aðila sem fyrir eru í borginni, og borgina. „Þetta er bara fyrsta stóra skrefið í þá átt.“ H&M opnar verslun í Smáralind.Vísir/GVA Fleiri risar á leiðinni Helgi segir að næstu skref snúi að endurskipulagningu Smáralindar. „Nú er komið gríðarlega flott ankeri, sterk ankeri í Smáralind, við Zöru, við Lindex, við Hagkaup og þessa sterku aðila sem þar eru og síðan koma fleiri aðilar í miðbæinn. Þetta var fyrsti aðilinn sem við lönduðum þar og vildum ekki gera samning við aðra fyrr en þetta væri búið. Núna byrjar það á fullu og við gerum Hafnartorgið að frábærum verslunarkjarna.“ Helgi vill ekki fara nánar út í hvaða aðrar verslunir gætu verið á leiðinni. Það muni skýrast fljótt eftir að gengið hefur verið frá samningum við H&M. „Þetta var vendipunkturinn og við erum búin að ýta öllu á undan okkur þangað til þetta kemur.“ Tengdar fréttir H&M kemur í Smáralind og Hafnartorg Leigusamningar undirritaðir í dag. 8. júlí 2016 07:50 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf., segir að búið hafi verið að vinna að komu fatarisans H&M til Íslands í tvö ár. Reiknað sé með því að verslanirnar tvær, á Hafnartorgi og í Smáralind, verði opnaðar í tveimur skrefum, á næsta ári og þarnæsta. Helgi segist reikna með því að verð á fötum verði sambærileg við verð í verslununum í öðrum löndum. „Samningar við svona sterk og öflug fyrirtæki taka mjög langan tíma og eru flóknir og erfiðir. Við erum búnir að vinna að þessu í rúmlega tvö ár,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segir H&M í gríðarlegum vexti og að opna fleiri hundruð verslanir á hverju ári. „Þeir velja sín lönd, sem þeir fara inn í af mikilli kostgæfni, og það þykir svolítið merkilegt hjá þeim að opna í nýju landi,“ segir Helgi. Það hafi verið tilkynnt sérstaklega í morgun að til stæði að opna verslanir í nýju landi. Sömuleiðis standa yfir viðræður Kringlunnar við H&M en ekki hefur verið gengið frá samningum enn sem komið er. Hafnartorg eins og það kemur til með að líta út, séð frá Arnarhóli.PK arkitektar Muni hafa mikil áhrif á verslun „Þeir telja tímabært að koma núna til Íslands en auðvitað koma þeir því við erum að bjóða þeim góðan valkost sem falla algjörlega að þeirra staðsetningu og miðbæinn.“ Lengi hafa verið sögusagnir og orðrómar um komu H&M sem ekki hefur reynst fótur fyrir. Helgi segist ekki vita hvað hafi breyst nú, hann hafi spurt að því en ekki fengið svör. Ein stærsta ástæða vinsælda H&M er vöruverðið, fötin þykja ódýr á meðan þau eru á sama tíma nokkuð flott. Helgi á von á sambærilegu verði hér á landi eins og annars staðar. „Ég spurði þá að því en þeir gátu ekki sagt það nákvæmlega. Þeir eru með þá strategíu, eins og við Íslendingar sem förum í H&M þekkjum, að það er sambærilegt verð alls staðar þannig að við bara vonum það.“ Helgi segist eiga von á því að koma H&M muni hafa gríðarleg áhrif á verslun á báðum stöðum, bæði í Smáralind og Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Og raunar alla fataverslun á Íslandi. „Þetta kemur til með að styrkja hana alveg gríðarlega, og auka veltu. Vonandi fer fólk að versla meira hér heima,“ segir Helgi. Sjálfsagt muni miðbæinn og Smáralind sem verslunareiningar styrkjast og Reginn hafi lengi ætlað sér að byggja upp sterkan miðbæ í samstarfi við þá aðila sem fyrir eru í borginni, og borgina. „Þetta er bara fyrsta stóra skrefið í þá átt.“ H&M opnar verslun í Smáralind.Vísir/GVA Fleiri risar á leiðinni Helgi segir að næstu skref snúi að endurskipulagningu Smáralindar. „Nú er komið gríðarlega flott ankeri, sterk ankeri í Smáralind, við Zöru, við Lindex, við Hagkaup og þessa sterku aðila sem þar eru og síðan koma fleiri aðilar í miðbæinn. Þetta var fyrsti aðilinn sem við lönduðum þar og vildum ekki gera samning við aðra fyrr en þetta væri búið. Núna byrjar það á fullu og við gerum Hafnartorgið að frábærum verslunarkjarna.“ Helgi vill ekki fara nánar út í hvaða aðrar verslunir gætu verið á leiðinni. Það muni skýrast fljótt eftir að gengið hefur verið frá samningum við H&M. „Þetta var vendipunkturinn og við erum búin að ýta öllu á undan okkur þangað til þetta kemur.“
Tengdar fréttir H&M kemur í Smáralind og Hafnartorg Leigusamningar undirritaðir í dag. 8. júlí 2016 07:50 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira