Allir leikmenn Wales munu fá höfðinglegar móttökur í Cardiff í dag nema einn sem er farinn til Ibiza.
Það er Joe Ledley en hann ætlar að giftast unnustu sinni á partíeyjunni á sunnudag.
Margir héldu að hann væri búinn að fresta brúðkaupinu í ljósi þess að Wales komst í undanúrslit á EM og hefði spilað á sunnudag ef leikurinn gegn Portúgal hefði farið vel.
Svo var nú ekki og hann ákvað að fresta ekki brúðkaupinu fyrr en það yrði alveg ljóst að hann kæmist ekki til Ibiza.
„Ég þarf ekki að fara heim og sjá hvað árangur okkar skipti miklu máli fyrir fólkið heim. Ég veit það vel hversu miklu máli hann skipti,“ sagði Ledley.
Velska liðið mun, líkt og það íslenska, keyra um götur Cardiff á opnum strætisvagni og allt mun svo enda með góðri veislu.
Sleppir teitinu í Cardiff fyrir brúðkaup á Ibiza
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn


Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti

„Erum í basli undir körfunni“
Körfubolti



Finnur Freyr framlengdi til 2028
Körfubolti


„Það erfiðasta er ennþá eftir“
Körfubolti