Fyrsti stórleikur sumarsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júlí 2016 06:00 Breiðablik vann báða leikina gegn Stjörnunni í fyrra 1-0. vísir/ernir Lið Stjörnunnar var spurningarmerki fyrir mót enda hafa sterkir leikmenn eins og Sandra Sigurðardóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir horfið á braut. Þrátt fyrir það hefur Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara Stjörnunnar, tekist að púsla saman sterku liði og byrjun Garðbæinga á tímabilinu verið nánast fullkomin. Liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum og gert eitt jafntefli, skorað 17 mörk og aðeins fengið eitt á sig. „Ég var nú spurð að því fyrir tímabilið hvort það væri raunhæft að berjast um titla miðað við nöfnin sem við misstum,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Eðlilega voru margir sem veltu því fyrir sér hvar við stæðum. En ég sagði það líka að ef við gæfum þessum ungu stelpum tækifæri myndu þær standa sig og ég held að Berglind Hrund [Jónasdóttir] sé gott dæmi um það,“ sagði Ásgerður. Umrædd Berglind, sem er aðeins tvítug, tók stöðu Söndru í Stjörnumarkinu og hefur heldur betur staðið fyrir sínu og haldið hreinu í fimm af sex deildarleikjum Stjörnunnar í sumar. Varnarleikur Garðbæinga hefur sömuleiðis verið sterkur og Ásgerður segir að hann muni eflaust fleyta liðinu langt í sumar. „Við spilum frekar þéttan varnarleik og það er gömul klisja sem segir að sókn vinni leiki en vörn vinni mót. Það er samt góð klisja,“ sagði Ásgerður. Hún segir að Stjörnukonur myndu una vel við eitt stig úr leiknum í kvöld. „Við yrðum þokkalega sáttar ef við færum með jafntefli úr Kópavoginum. Þetta er gríðarlega erfiður útivöllur.“ Fanndís Friðriksdóttir, besti leikmaður Pepsí-deildarinnar í fyrra, segir að Breiðablik megi alls ekki tapa leiknum gegn Stjörnunni í kvöld. „Við viljum ekki missa Stjörnuna fimm stig fram úr okkur, það er alveg klárt,“ sagði Fanndís. En myndu Blikar sætta sig við jafntefli í kvöld? „Já, já, það eiga fleiri lið eftir að misstíga sig. En eins og staðan er núna er Stjarnan efst því þær eru með besta liðið.“ Blikar gerðu jafntefli í tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum í Pepsí-deildinni en hafa nú unnið þrjá leiki í röð, nú síðast 0-4 útisigur á ÍBV. Fanndís er þokkalega sátt með uppskeruna hingað til. „Auðvitað hefðum við viljað sleppa þessum tveimur jafnteflum sem við höfum gert. En það þýðir ekkert að pæla í því og við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Fanndís sem er búin að skora þrjú mörk í Pepsí-deildinni. Talsverðar breytingar hafa orðið á liði Breiðabliks frá því í fyrra og svo hafa meiðsli sett strik í reikning Íslandsmeistaranna. „Það hafa orðið nokkrar breytingar og við höfum ekki fengið mikið í staðinn. Við vorum reyndar að fá nýsjálenskan leikmann en hún má ekki spila strax,“ sagði Fanndís, en Blikar missa síðan nokkra leikmenn út í skóla í Bandaríkjunum seinna í sumar. „Við erum ekki með breiðasta leikmannahópinn og þetta verður smá púsluspil. Við viljum auðvitað vera á toppnum en mótið er orðið svo jafnt að það geta allir stolið stigum af öllum,“ sagði Fanndís að endingu. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Lið Stjörnunnar var spurningarmerki fyrir mót enda hafa sterkir leikmenn eins og Sandra Sigurðardóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir horfið á braut. Þrátt fyrir það hefur Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara Stjörnunnar, tekist að púsla saman sterku liði og byrjun Garðbæinga á tímabilinu verið nánast fullkomin. Liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum og gert eitt jafntefli, skorað 17 mörk og aðeins fengið eitt á sig. „Ég var nú spurð að því fyrir tímabilið hvort það væri raunhæft að berjast um titla miðað við nöfnin sem við misstum,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Eðlilega voru margir sem veltu því fyrir sér hvar við stæðum. En ég sagði það líka að ef við gæfum þessum ungu stelpum tækifæri myndu þær standa sig og ég held að Berglind Hrund [Jónasdóttir] sé gott dæmi um það,“ sagði Ásgerður. Umrædd Berglind, sem er aðeins tvítug, tók stöðu Söndru í Stjörnumarkinu og hefur heldur betur staðið fyrir sínu og haldið hreinu í fimm af sex deildarleikjum Stjörnunnar í sumar. Varnarleikur Garðbæinga hefur sömuleiðis verið sterkur og Ásgerður segir að hann muni eflaust fleyta liðinu langt í sumar. „Við spilum frekar þéttan varnarleik og það er gömul klisja sem segir að sókn vinni leiki en vörn vinni mót. Það er samt góð klisja,“ sagði Ásgerður. Hún segir að Stjörnukonur myndu una vel við eitt stig úr leiknum í kvöld. „Við yrðum þokkalega sáttar ef við færum með jafntefli úr Kópavoginum. Þetta er gríðarlega erfiður útivöllur.“ Fanndís Friðriksdóttir, besti leikmaður Pepsí-deildarinnar í fyrra, segir að Breiðablik megi alls ekki tapa leiknum gegn Stjörnunni í kvöld. „Við viljum ekki missa Stjörnuna fimm stig fram úr okkur, það er alveg klárt,“ sagði Fanndís. En myndu Blikar sætta sig við jafntefli í kvöld? „Já, já, það eiga fleiri lið eftir að misstíga sig. En eins og staðan er núna er Stjarnan efst því þær eru með besta liðið.“ Blikar gerðu jafntefli í tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum í Pepsí-deildinni en hafa nú unnið þrjá leiki í röð, nú síðast 0-4 útisigur á ÍBV. Fanndís er þokkalega sátt með uppskeruna hingað til. „Auðvitað hefðum við viljað sleppa þessum tveimur jafnteflum sem við höfum gert. En það þýðir ekkert að pæla í því og við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Fanndís sem er búin að skora þrjú mörk í Pepsí-deildinni. Talsverðar breytingar hafa orðið á liði Breiðabliks frá því í fyrra og svo hafa meiðsli sett strik í reikning Íslandsmeistaranna. „Það hafa orðið nokkrar breytingar og við höfum ekki fengið mikið í staðinn. Við vorum reyndar að fá nýsjálenskan leikmann en hún má ekki spila strax,“ sagði Fanndís, en Blikar missa síðan nokkra leikmenn út í skóla í Bandaríkjunum seinna í sumar. „Við erum ekki með breiðasta leikmannahópinn og þetta verður smá púsluspil. Við viljum auðvitað vera á toppnum en mótið er orðið svo jafnt að það geta allir stolið stigum af öllum,“ sagði Fanndís að endingu.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira