Erlent

Föngum líður vel í klaustri

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Þess er ekki krafist að fangarnir sem taka þátt í klausturlífinu séu trúaðir.
Þess er ekki krafist að fangarnir sem taka þátt í klausturlífinu séu trúaðir. vísir/valli
Fangar í Svíþjóð, sem hafa verið dæmdir til að minnsta kosti fimm ára fangelsisvistar, geta fengið að taka þátt í eins konar klaustur­starfsemi á vegum tveggja fangelsa eftir að hafa áður fengið andlega leiðsögn á kyrrðardögum. Verkefnið hófst 2008 og er sagt einstakt á heimsvísu.

Klausturbræðurnir vinna eða stunda nám að deginum. Þeir koma saman til bæna þrisvar á dag og lesa í Biblíunni einu sinni í viku. Ekki skiptir máli hverrar trúar fangarnir eru eða hvort þeir eru trúleysingjar. Þátttakendur eru einkum miðaldra og eldri fangar sem eru orðnir þreyttir á glæpum og vilja gera breytingar á lífi sínu.

Rannsókn hefur leitt í ljós að klausturlífið dregur úr streitu og ofbeldi.

Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×