„Í dag er ég búinn að sakna pabba í 365 daga“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júlí 2016 16:34 Einn lést er Jón Hákon sökk út af Aðalvík í norðanverðu Ísafjarðardjúpi hinn 7.júlí í fyrra. Hvorugur björgunarbátanna blés út. Vísir/HAfþór Gunnarsson Þann 7. júlí í fyrra sökk Jón Hákon BA-60 út af Ritnum við Aðalvík á Hornströndum. Fjórir voru um borð í bátnum og lést einn skipverjanna, Magnús Kristján Björnsson. Björn Magnús Magnússon, Guðmundur Rúnar Ævarsson og Þröstur Leó Gunnarsson komust lífs af. Björn Magnús deildi fyrr í dag færslu á Facebook þar sem hann lýsir því sem gerðist þennan örlagaríka dag. Hvernig faðir hans heitinn og Þröstur Leó björguðu lífi hans. Óhætt er að segja að skrif Björns Magnúsar um það sem gerðist séu upplýsandi og tilfinningaþrungin en Vísir hefur fengið leyfi til að birta pistilinn í heild hér að neðan. Pistill Björns MagnúsarÍ dag er ár síðan.Fyrir ári síðan voru einhverjar skemmtilegustu vikur í lífi mínu búnar að vera að líða. Pabbi var kominn aftur vestur og hann, Þröstur og Rúnar voru frábærir vinnufélagar á Jóni Hákoni. Hlegið var meira og minna alla daga og ævintýralega gaman að takast á við dragnótaveiðarnar.Í dag er ár síðan, að Jón Hákon BA-60 sökk út af RitnumVið vorum búnir að vera á veiðum yfir nóttina og klukkan var að nálgast 7:00 að morgni þriðjudagsins 7. júlí. Það gekk ágætlega og í kastinu á undan opnuðum við lestarlúguna til þess að setja kör í steisinn. Áður en við gerðum það þá hafði ég farið niður í vélarrúm til þess að hreinsa sigtið við lensinguna og lensað úr lestinni. Við urðum ekki varir við neinn sjó í lestinni við þetta. Það hefði ekki leynt sér ef það hefði verið kominn sjór í lestina á þessum tímapunkti. Það voru rétt rúmir fjórir pokar í síðasta kastinu og við vorum búnir að taka fjórða pokann um borð og slaka honum ofan í kassann með bómuna beint aftur. Ég stíg inn í brú og rétti stýrið af sný mér svo við og segi við pabba og Rúnar að við séum hættir. Þegar ég er að segja þetta þá kemur smá alda yfir borðstokkinn og báturinn verður eitthvað mjög skrítinn. Hann gerir ekki tilraun til þess að rétta sig aftur upp og við tökum allir eftir því að eitthvað óeðlilegt er að gerast. Rúnar segir „Bíddu erum við að fara á hliðina“ enginn okkar taldi að það sem gerðist næst gæti yfið höfuð gerst. Ég segi Rúnari að loka mannopinu niður í lest ef við skyldum fara eitthvað meira á hliðina, stíg inn í stýrishúsið aftur og set allt í botn áfram. Á því augnabliki þegar ég heyri að vélin er að ná upp snúning kallar pabbi inn til mín „BJÖSSI KOMDU ÚT“ (ég veit að ef hann hefði ekki kallað á mig væri ég ekki hér). Ég sný mér við og sé þá að við erum komnir á hliðina, ég tek í olíugjöfina og gírstöngina því að ég hugsaði að skrúfan mætti ekki vera í gangi þegar við færum á kjöl (gerist allt ofsalega hratt). Ég tek í hurðarkarminn með hægri hendinni og ætla að henda mér út úr húsinu en þá kemur hafið í fangið á mér. Svipurinn á pabba er það síðasta sem ég sé þegar hafið hendir mér inn í stýrishúsið og síðan kútveltist ég einhvernveginn undan straumnum og niður í lúkar allur líkaminn nema hægri hendin, ég greip í eitthvað og hélt mér. Ég hafði aldrei séð pabba hræddan áður en þegar hann horfði á eftir mér inn um hurðina var hann ekki hræddur um sig en hann sá mig berast inn og ég veit að hann var bara að hugsa um mig.Tíminn frá því að við áttuðum okkur á því að eitthvað óeðlilegt væri að gerast þangað til að ég var hangandi á annarri hendi á hvolfi með lappirnar upp í lúkarinn er einhversstaðar um 15-20 sek.Þegar ég opnaði augun þarna á hvolfi á kaf í sjó þá var ég alveg svakalega rólegur en í smá stund var ég með ofsalegan verk í hægri öxlinni hélt að ég hefði farið úr lið en ég vissi alveg hvað það var sem ég var að fara að gera.(Silja hafði spurt mig nokkrum sinnum hvað ég myndi gera ef báturinn færi á hvolf og ég væri niðri í lúkar. Ég hef alltaf sagt það sama, ég kafa niður í stýrishús finn hurðina fer út og síðan kafa ég undir lunninguna og syndi upp á yfirborð, kem mér upp á kjöl og síðan kemur einhver og nær í mig og síðan kem ég heim til þín.)Frá aðgerðum á Ísafjarðardjúpi.Mynd/LandhelgisgæslanMyrkrið er ofboðslegt það er bara ekkert ljós en ég rétti vinstri hendina niður og reif mig síðan niður í stýrishúsið og fann gluggana í brúnni. Mjög lítil litabreyting var í gluggunum, ég þreifaði gluggana og reyndi að átta mig á því hvar hurðin væri. Sneri mér í þá átt sem ég taldi að hurðin væri og spyrnti mér af stað en fékk eitthvað, úlpu jakka eða stakk, á mig og það fór yfir höfuðið á mér þannig að ég missti áttir en náði að losa mig við þetta með því að taka alltaf eins í draslið við höfuðið á mér og draga það af með sömu hreyfingunni. Ég stoppaði síðan og reyndi að átta mig á því hvernig allt var og sá ég þá smá skimu í gluggunum og gat aftur áttað mig á því hvar hurðin var. Þegar ég fann hurðina og var að draga mig undir þröskuldinn þá barði báturinn mig í bakið og ég dró andann, fyllti allt af sjó, ég stjórnaði því ekki. ( þarna brá mér mjög mikið, ég var svo hissa og á augabragði hugsaði ég bíddu er þetta búið er ég núna að drukkna? En ég beit svo fast í tunguna á mér og hugsaði að þarna ætlaði ég ekki að vera, ég ætlaði heim. Ég tók ekki eftir því fyrr en eftir þrjá daga að ég beit gat á tunguna á mér). Ég leit í kringum mig og sá birtuskil í myrkrinu, sundtökin þaðan og undir lunninguna voru alveg rosalega erfið. Þegar ég náði loksins að grípa í lunninguna þá var ég að draga mig undir hana þegar báturinn barði mig aftur og núna í síðuna undir hendinni. (Fékk mar útundan rifbeinunum alvag eftir allri síðunni). Við þetta högg andaði ég frá mér aftur sjónum og líkaminn dró aftur andann án þess að ég stjórnaði neinu. Sundtökin upp á yfirborð voru löng og þráin til þess að draga andann var ólýsanleg. Ég sá Þröst uppi á kjöl áður en ég kom upp úr sjónum, um leið og ég kom uppúr ætlaði ég að anda en ekkert gerðist, ég hóstaði upp sjó og það gerðist bara ekkert þegar ég var að reyna að anda. Ég heyrði að Þröstur segir „Bjössi er kominn upp hérnameginn“ síðan hendir hann sér niður og réttir löppina á sér niður til mín og hangir á kjölnum. Ég næ að grípa í stígvélið hans og held áfram að hósta og æla upp sjó, eftir kannski 20 sek missi ég takið á stígvélinu, var í vettlingum og ég rann bara af stígvélinu, fór aftur á kaf og við það að reyna að ná smá andardrætti áður en ég færi niður þá dró ég aftur sjó ofan í mig. Sundtökin til þess að koma aftur upp voru mjög erfið og þegar ég kom aftur upp hafði mig rekið aðeins fram með bátnum og Þröstur fylgdi mér uppi á kjöl. Ég beit vettlinginn af hægri hendinni þegar ég var að koma aftur upp og þegar ég leit á Þröst þá sá ég ekki að þetta væri hann ég vissi það bara. Ég var alveg búinn á því það var bara að slokkna á mér þegar Þröstur öskrar á mig „ NÚ HELDURÐU ÞÉR MAÐUR“ ég vaknaði eiginlega aftur við þetta og náði að krækja hendinni utan um löppina á Þresti. Þegar ég var búinn að vera hangandi á honum örugglega í eina til tvær mínútur og rembast við það að losna við sjóinn upp úr mér og anda þá náði ég taki á botnstykkinu og þegar ég var búinn að ná traustu taki gat ég sleppt löppinni. Þröstur gat þá fært sig yfir kjölinn og byrjað að draga mig upp. Hægt og rólega náðum við að mjaka mér upp og þó svo að hugsunin um að lyfta og skilaboðin frá höfðinu hefðu verið skýr þá gerðist bara ekkert í vöðvunum ég var alveg búinn með allt. En einhvernveginn náðum við að drösla mér upp. Þegar ég var kominn á kjöl lá ég bara á grúfu og ég hélt áfram að æla og hósta upp sjó á meðan að ég var að reyna að draga dýpra og dýpra andann. Þegar ég lá á grúfu þarna sé ég Rúnar í sjónum hinumeginn við bátinn. Hann synti eins og herforingi með sjóinn einhvernveginn vel fyrir neðan brjóst og ég skildi ekki hvernig hann gæti þetta, (hann sagði mér seinna að hann hefði náð olíubrúsa og flotið á honum). Ég heyri hann segja að honum lítist ekki á að komast upp að framanverðu og við ákveðum að hann reyni að komast upp aftur á. Hægt og rólega fer ég að sjá aftur frá mér og þegar Rúnar er búinn að synda aftur eftir bátnum þá nær Þröstur að koma stakknum sínum til hans og þeir koma honum upp líka. Ég var svo feginn, að það er eiginlega ólýsanlegt, þegar Rúnar kom og settist hjá mér að hann væri kominn upp úr sjónum. Á þessu augnabliki vissi ég að pabbi væri ekki að fara að koma upp líka, við vorum búnir að vera það lengi að ná okkur á kjöl.Staðsetningin bátsins þegar hann sökk í júlí í fyrra.Kort/Loftmyndir.isÞröstur byrjaði strax að veifa stakknum og öskra í áttina að bát sem við sáum kannski eina sjómílu frá okkur. Síðan líða c.a. tuttugu mínútur þar til að við sjáum pabba fljóta upp undan annarri síðunni á bátnum og ég sé að það er ekkert sem við getum gert. Hann flaut með bakið upp og hægt og rólega fjarlægist hann bátinn og að lokum náði ég ekki að fylgja því eftir hvar hann var, hann var búinn að reka það langt frá okkur. Áfram kom sjór upp úr mér en hægt og rólega gat ég nú sest upp og farið að líta í kringum bátinn. Allan tímann er Þröstur veifandi stakknum en þó svo að ekki væri lengra á millli bátanna þá var sólin akkúrat í sömu stefnu og við þannig að menn eru ekkert gónandi upp í sólina. Rúnar var orðinn helvíti kaldur og þegar Þröstur fer að tala um að kafa eftir björgunarbátnum þá sagði ég nei það kæmi ekki til greina þar sem við vissum hvað þetta var kalt og við hefðum örugglega ekki kraft til að ná honum aftur upp. Eftir um klukkustund sjáum við þegar báturinn siglir af stað í allt aðra átt en til okkar. Eftir nokkrar mínútur hætti Þröstur að veifa stakknum, hann var eiginlega að missa vonina, þegar hann kallar upp til himins „Jón Hákon ef þú ert þarna, þá er kominn tímin til að þú hjálpir okkur“ hann var varla búinn að sleppa orðinu þegar við sjáum bátinn breyta um stefnu og sigla beint til okkar (þetta var ólýsanleg tilfinning hjá okkur). Þröstur hélt áfram að sveifla stakknum og sagðist ekki ætla að hætta fyrr en þeir væru komnir. Þegar báturinn var búinn að sigla í áttina til okkar í nokkrar mínútur sé ég pabba fljóta upp í stefnuna á bátinn. Þegar báturinn kom síðan að okkur var nafnið á honum það fyrsta sem ég tók eftir, hann hét MARDÍS eins og dóttir mín. Eftir að við vorum komnir um borð báðum við þá að fara sömu leið til baka og eftir augnablik sjáum við pabba aftur og við náðum honum um borð, ég kyssti hann og faðmaði áður en ég skreið niður í lúkar til þess að reyna að ná hita í mig. Þegar við vorum búnir að ná pabba innfyrir þá litum við aftur á Jón Hákon og á því augnabliki var afturendinn það eina sem enn var uppúr. Nokkrum mínútum síðar heyrðum við í talstöðinni að hann væri farinn niður.Í dag er ár síðan Að pabbi bjargaði lífi mínu Í dag er ár síðan Að Þröstur bjargaði lífi mínu Í dag er ár síðan Að ég, Þröstur og Rúnar lifðum af Takk Þröstur takk Rúnar fyrir að koma með mér heim Í dag er ég búinn að sakna pabba í 365 daga Í dag ætla ég að halda áfram Tengdar fréttir Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20 Enn óljóst hvers vegna sleppibúnaður virkaði ekki Tvö tilfelli hafa komið upp í ár þar sem sleppigálgi klikkar. Rannsóknarstjóri sjóslysanefndar segir koma til greina að endurskoða reglur. 7. nóvember 2015 22:02 Jón Hákon á þurrt um næstu helgi Aðgerðir við að sækja Jón Hákon BA 60 af hafsbotni eru í fullum gangi. Reiknað er með að báturinn komist á flot um næstu helgi takist allt vel. 13. júní 2016 19:29 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Þann 7. júlí í fyrra sökk Jón Hákon BA-60 út af Ritnum við Aðalvík á Hornströndum. Fjórir voru um borð í bátnum og lést einn skipverjanna, Magnús Kristján Björnsson. Björn Magnús Magnússon, Guðmundur Rúnar Ævarsson og Þröstur Leó Gunnarsson komust lífs af. Björn Magnús deildi fyrr í dag færslu á Facebook þar sem hann lýsir því sem gerðist þennan örlagaríka dag. Hvernig faðir hans heitinn og Þröstur Leó björguðu lífi hans. Óhætt er að segja að skrif Björns Magnúsar um það sem gerðist séu upplýsandi og tilfinningaþrungin en Vísir hefur fengið leyfi til að birta pistilinn í heild hér að neðan. Pistill Björns MagnúsarÍ dag er ár síðan.Fyrir ári síðan voru einhverjar skemmtilegustu vikur í lífi mínu búnar að vera að líða. Pabbi var kominn aftur vestur og hann, Þröstur og Rúnar voru frábærir vinnufélagar á Jóni Hákoni. Hlegið var meira og minna alla daga og ævintýralega gaman að takast á við dragnótaveiðarnar.Í dag er ár síðan, að Jón Hákon BA-60 sökk út af RitnumVið vorum búnir að vera á veiðum yfir nóttina og klukkan var að nálgast 7:00 að morgni þriðjudagsins 7. júlí. Það gekk ágætlega og í kastinu á undan opnuðum við lestarlúguna til þess að setja kör í steisinn. Áður en við gerðum það þá hafði ég farið niður í vélarrúm til þess að hreinsa sigtið við lensinguna og lensað úr lestinni. Við urðum ekki varir við neinn sjó í lestinni við þetta. Það hefði ekki leynt sér ef það hefði verið kominn sjór í lestina á þessum tímapunkti. Það voru rétt rúmir fjórir pokar í síðasta kastinu og við vorum búnir að taka fjórða pokann um borð og slaka honum ofan í kassann með bómuna beint aftur. Ég stíg inn í brú og rétti stýrið af sný mér svo við og segi við pabba og Rúnar að við séum hættir. Þegar ég er að segja þetta þá kemur smá alda yfir borðstokkinn og báturinn verður eitthvað mjög skrítinn. Hann gerir ekki tilraun til þess að rétta sig aftur upp og við tökum allir eftir því að eitthvað óeðlilegt er að gerast. Rúnar segir „Bíddu erum við að fara á hliðina“ enginn okkar taldi að það sem gerðist næst gæti yfið höfuð gerst. Ég segi Rúnari að loka mannopinu niður í lest ef við skyldum fara eitthvað meira á hliðina, stíg inn í stýrishúsið aftur og set allt í botn áfram. Á því augnabliki þegar ég heyri að vélin er að ná upp snúning kallar pabbi inn til mín „BJÖSSI KOMDU ÚT“ (ég veit að ef hann hefði ekki kallað á mig væri ég ekki hér). Ég sný mér við og sé þá að við erum komnir á hliðina, ég tek í olíugjöfina og gírstöngina því að ég hugsaði að skrúfan mætti ekki vera í gangi þegar við færum á kjöl (gerist allt ofsalega hratt). Ég tek í hurðarkarminn með hægri hendinni og ætla að henda mér út úr húsinu en þá kemur hafið í fangið á mér. Svipurinn á pabba er það síðasta sem ég sé þegar hafið hendir mér inn í stýrishúsið og síðan kútveltist ég einhvernveginn undan straumnum og niður í lúkar allur líkaminn nema hægri hendin, ég greip í eitthvað og hélt mér. Ég hafði aldrei séð pabba hræddan áður en þegar hann horfði á eftir mér inn um hurðina var hann ekki hræddur um sig en hann sá mig berast inn og ég veit að hann var bara að hugsa um mig.Tíminn frá því að við áttuðum okkur á því að eitthvað óeðlilegt væri að gerast þangað til að ég var hangandi á annarri hendi á hvolfi með lappirnar upp í lúkarinn er einhversstaðar um 15-20 sek.Þegar ég opnaði augun þarna á hvolfi á kaf í sjó þá var ég alveg svakalega rólegur en í smá stund var ég með ofsalegan verk í hægri öxlinni hélt að ég hefði farið úr lið en ég vissi alveg hvað það var sem ég var að fara að gera.(Silja hafði spurt mig nokkrum sinnum hvað ég myndi gera ef báturinn færi á hvolf og ég væri niðri í lúkar. Ég hef alltaf sagt það sama, ég kafa niður í stýrishús finn hurðina fer út og síðan kafa ég undir lunninguna og syndi upp á yfirborð, kem mér upp á kjöl og síðan kemur einhver og nær í mig og síðan kem ég heim til þín.)Frá aðgerðum á Ísafjarðardjúpi.Mynd/LandhelgisgæslanMyrkrið er ofboðslegt það er bara ekkert ljós en ég rétti vinstri hendina niður og reif mig síðan niður í stýrishúsið og fann gluggana í brúnni. Mjög lítil litabreyting var í gluggunum, ég þreifaði gluggana og reyndi að átta mig á því hvar hurðin væri. Sneri mér í þá átt sem ég taldi að hurðin væri og spyrnti mér af stað en fékk eitthvað, úlpu jakka eða stakk, á mig og það fór yfir höfuðið á mér þannig að ég missti áttir en náði að losa mig við þetta með því að taka alltaf eins í draslið við höfuðið á mér og draga það af með sömu hreyfingunni. Ég stoppaði síðan og reyndi að átta mig á því hvernig allt var og sá ég þá smá skimu í gluggunum og gat aftur áttað mig á því hvar hurðin var. Þegar ég fann hurðina og var að draga mig undir þröskuldinn þá barði báturinn mig í bakið og ég dró andann, fyllti allt af sjó, ég stjórnaði því ekki. ( þarna brá mér mjög mikið, ég var svo hissa og á augabragði hugsaði ég bíddu er þetta búið er ég núna að drukkna? En ég beit svo fast í tunguna á mér og hugsaði að þarna ætlaði ég ekki að vera, ég ætlaði heim. Ég tók ekki eftir því fyrr en eftir þrjá daga að ég beit gat á tunguna á mér). Ég leit í kringum mig og sá birtuskil í myrkrinu, sundtökin þaðan og undir lunninguna voru alveg rosalega erfið. Þegar ég náði loksins að grípa í lunninguna þá var ég að draga mig undir hana þegar báturinn barði mig aftur og núna í síðuna undir hendinni. (Fékk mar útundan rifbeinunum alvag eftir allri síðunni). Við þetta högg andaði ég frá mér aftur sjónum og líkaminn dró aftur andann án þess að ég stjórnaði neinu. Sundtökin upp á yfirborð voru löng og þráin til þess að draga andann var ólýsanleg. Ég sá Þröst uppi á kjöl áður en ég kom upp úr sjónum, um leið og ég kom uppúr ætlaði ég að anda en ekkert gerðist, ég hóstaði upp sjó og það gerðist bara ekkert þegar ég var að reyna að anda. Ég heyrði að Þröstur segir „Bjössi er kominn upp hérnameginn“ síðan hendir hann sér niður og réttir löppina á sér niður til mín og hangir á kjölnum. Ég næ að grípa í stígvélið hans og held áfram að hósta og æla upp sjó, eftir kannski 20 sek missi ég takið á stígvélinu, var í vettlingum og ég rann bara af stígvélinu, fór aftur á kaf og við það að reyna að ná smá andardrætti áður en ég færi niður þá dró ég aftur sjó ofan í mig. Sundtökin til þess að koma aftur upp voru mjög erfið og þegar ég kom aftur upp hafði mig rekið aðeins fram með bátnum og Þröstur fylgdi mér uppi á kjöl. Ég beit vettlinginn af hægri hendinni þegar ég var að koma aftur upp og þegar ég leit á Þröst þá sá ég ekki að þetta væri hann ég vissi það bara. Ég var alveg búinn á því það var bara að slokkna á mér þegar Þröstur öskrar á mig „ NÚ HELDURÐU ÞÉR MAÐUR“ ég vaknaði eiginlega aftur við þetta og náði að krækja hendinni utan um löppina á Þresti. Þegar ég var búinn að vera hangandi á honum örugglega í eina til tvær mínútur og rembast við það að losna við sjóinn upp úr mér og anda þá náði ég taki á botnstykkinu og þegar ég var búinn að ná traustu taki gat ég sleppt löppinni. Þröstur gat þá fært sig yfir kjölinn og byrjað að draga mig upp. Hægt og rólega náðum við að mjaka mér upp og þó svo að hugsunin um að lyfta og skilaboðin frá höfðinu hefðu verið skýr þá gerðist bara ekkert í vöðvunum ég var alveg búinn með allt. En einhvernveginn náðum við að drösla mér upp. Þegar ég var kominn á kjöl lá ég bara á grúfu og ég hélt áfram að æla og hósta upp sjó á meðan að ég var að reyna að draga dýpra og dýpra andann. Þegar ég lá á grúfu þarna sé ég Rúnar í sjónum hinumeginn við bátinn. Hann synti eins og herforingi með sjóinn einhvernveginn vel fyrir neðan brjóst og ég skildi ekki hvernig hann gæti þetta, (hann sagði mér seinna að hann hefði náð olíubrúsa og flotið á honum). Ég heyri hann segja að honum lítist ekki á að komast upp að framanverðu og við ákveðum að hann reyni að komast upp aftur á. Hægt og rólega fer ég að sjá aftur frá mér og þegar Rúnar er búinn að synda aftur eftir bátnum þá nær Þröstur að koma stakknum sínum til hans og þeir koma honum upp líka. Ég var svo feginn, að það er eiginlega ólýsanlegt, þegar Rúnar kom og settist hjá mér að hann væri kominn upp úr sjónum. Á þessu augnabliki vissi ég að pabbi væri ekki að fara að koma upp líka, við vorum búnir að vera það lengi að ná okkur á kjöl.Staðsetningin bátsins þegar hann sökk í júlí í fyrra.Kort/Loftmyndir.isÞröstur byrjaði strax að veifa stakknum og öskra í áttina að bát sem við sáum kannski eina sjómílu frá okkur. Síðan líða c.a. tuttugu mínútur þar til að við sjáum pabba fljóta upp undan annarri síðunni á bátnum og ég sé að það er ekkert sem við getum gert. Hann flaut með bakið upp og hægt og rólega fjarlægist hann bátinn og að lokum náði ég ekki að fylgja því eftir hvar hann var, hann var búinn að reka það langt frá okkur. Áfram kom sjór upp úr mér en hægt og rólega gat ég nú sest upp og farið að líta í kringum bátinn. Allan tímann er Þröstur veifandi stakknum en þó svo að ekki væri lengra á millli bátanna þá var sólin akkúrat í sömu stefnu og við þannig að menn eru ekkert gónandi upp í sólina. Rúnar var orðinn helvíti kaldur og þegar Þröstur fer að tala um að kafa eftir björgunarbátnum þá sagði ég nei það kæmi ekki til greina þar sem við vissum hvað þetta var kalt og við hefðum örugglega ekki kraft til að ná honum aftur upp. Eftir um klukkustund sjáum við þegar báturinn siglir af stað í allt aðra átt en til okkar. Eftir nokkrar mínútur hætti Þröstur að veifa stakknum, hann var eiginlega að missa vonina, þegar hann kallar upp til himins „Jón Hákon ef þú ert þarna, þá er kominn tímin til að þú hjálpir okkur“ hann var varla búinn að sleppa orðinu þegar við sjáum bátinn breyta um stefnu og sigla beint til okkar (þetta var ólýsanleg tilfinning hjá okkur). Þröstur hélt áfram að sveifla stakknum og sagðist ekki ætla að hætta fyrr en þeir væru komnir. Þegar báturinn var búinn að sigla í áttina til okkar í nokkrar mínútur sé ég pabba fljóta upp í stefnuna á bátinn. Þegar báturinn kom síðan að okkur var nafnið á honum það fyrsta sem ég tók eftir, hann hét MARDÍS eins og dóttir mín. Eftir að við vorum komnir um borð báðum við þá að fara sömu leið til baka og eftir augnablik sjáum við pabba aftur og við náðum honum um borð, ég kyssti hann og faðmaði áður en ég skreið niður í lúkar til þess að reyna að ná hita í mig. Þegar við vorum búnir að ná pabba innfyrir þá litum við aftur á Jón Hákon og á því augnabliki var afturendinn það eina sem enn var uppúr. Nokkrum mínútum síðar heyrðum við í talstöðinni að hann væri farinn niður.Í dag er ár síðan Að pabbi bjargaði lífi mínu Í dag er ár síðan Að Þröstur bjargaði lífi mínu Í dag er ár síðan Að ég, Þröstur og Rúnar lifðum af Takk Þröstur takk Rúnar fyrir að koma með mér heim Í dag er ég búinn að sakna pabba í 365 daga Í dag ætla ég að halda áfram
Tengdar fréttir Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20 Enn óljóst hvers vegna sleppibúnaður virkaði ekki Tvö tilfelli hafa komið upp í ár þar sem sleppigálgi klikkar. Rannsóknarstjóri sjóslysanefndar segir koma til greina að endurskoða reglur. 7. nóvember 2015 22:02 Jón Hákon á þurrt um næstu helgi Aðgerðir við að sækja Jón Hákon BA 60 af hafsbotni eru í fullum gangi. Reiknað er með að báturinn komist á flot um næstu helgi takist allt vel. 13. júní 2016 19:29 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20
Enn óljóst hvers vegna sleppibúnaður virkaði ekki Tvö tilfelli hafa komið upp í ár þar sem sleppigálgi klikkar. Rannsóknarstjóri sjóslysanefndar segir koma til greina að endurskoða reglur. 7. nóvember 2015 22:02
Jón Hákon á þurrt um næstu helgi Aðgerðir við að sækja Jón Hákon BA 60 af hafsbotni eru í fullum gangi. Reiknað er með að báturinn komist á flot um næstu helgi takist allt vel. 13. júní 2016 19:29