Erlent

Sprengingar á sjúkrahúsi í suður-Frakklandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mikinn reyk leggur frá sjúkrahúsinu.
Mikinn reyk leggur frá sjúkrahúsinu. Mynd/Twitter
Slökkviliðsmenn í Frakklandi berjast nú við eld í sjúkrahúsi í bænum Annonay í suðurhluta Frakklands eftir að tvær gasskútar sprungu.

Unnið er að því að rýma svæðið en talið er að sprengirnar hafi orðið í þvottahúsbyggingu sjúkrahússins. 

Mikinn reyk leggur frá sjúkrahúsinu og var fjöldi slökkviliðsbíla sendur á vettvang og vinna þeir nú að því að ráða niðurlögum eldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×