Viðskipti innlent

Um 30% fleiri seinkanir hjá flugfélögunum í júní

Sæunn Gísladóttir skrifar
Ætla má að um það bil sex af hverjum tíu flugfarþegum í júní hafi lent í seinkunum samanborið við þrjá af tíu alla mánuðina á undan.
Ætla má að um það bil sex af hverjum tíu flugfarþegum í júní hafi lent í seinkunum samanborið við þrjá af tíu alla mánuðina á undan. Vísir/GVA
Dohop hefur skoðað stundvísi þeirra þriggja flugfélaga sem eru með flest áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli í júní, Icelandair, easyJet og WOW air. Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra höfðu mikil áhrif á stundvísi flugfélaganna þriggja sem skoðuð eru. Þannig var ekkert þeirra með yfir fimmtíu prósent áætlunarfluga á réttum tíma við brottfarir og aðeins easyJet við komur.

Um þrjátíu prósent fleiri seinkanir voru hjá flugfélögunum þremur  í júní en á mánuðunum á undan. Ætla má að um það bil sex af hverjum tíu flugfarþegum í júní hafi lent í seinkunum samanborið við þrjá af tíu alla mánuðina á undan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×