Lífið

15 ára svört stúlka tekur við af Iron Man

Samúel Karl Ólason skrifar
Riri Williams og Tony Stark.
Riri Williams og Tony Stark. Vísir/Marvel
Milljarðamæringurinn og uppfinningamaðurinn Tony Stark mun leggja Iron Man brynjuna til hliðar. Hann mun hætta að vera ofurhetja, en í hans stað kemur 15 ára þeldökk stúlka. Um er að ræða töluverða breytingu í söguheimi teiknimyndasögufyrirtækisins Marvel.

Riri Williams er frá Chicago og er hún 15 ára snillingur við nám í MIT-háskólanum þar sem hún byggir sína eigin Iron Man brynju, í nýjum teiknimyndasögum.

Riri er 15 ára snillingur sem býrt til eigin Iron Man brynju.Vísir/Marvel
Fréttirnar hafa vakið mikla athygli og virðast aðdáendur taka þeim fagnandi.

Í viðtali við Time segir Brian Michael Bendius frá Marvel að Ririr hafi ekki fundið nafn á sig enn. (Er eitthvað annað en Iron Maiden sem kemur til greina.)

Breytingin hefur ekki átt sér stað enn, en hún er hluti af sögunni Civil War II.

Brian segir að Tony Stark eigi í miklum vandræðum. Hann var að missa besta vin sinn. Fyrirtæki hans er að fara á hausinn og hann mun komast að því hverjir raunverulegir foreldrar hans eru.

Þetta eru ekki fyrstu breytingarnar sem gerðar eru í söguheiminum. Árið 2014 tók kona við af sem Þór. og þá hafði einnig þeldökkur Spiderman tekið við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×