Fá bætur vegna flugsins sem endaði í Amsterdam Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2016 11:00 Farþegar sem ferðuðust á vegum Vita með beinu flugi til Parísar en enduðu í Amsterdam fá bætur vegna þeirra óþæginda sem þeir urðu fyrir. Vísir/Getty/Vilhelm Ferðaskrifstofan Vita mun greiða 400 evrur, um 54 þúsund krónur, til farþega vélarinnar sem á leið sinni til Parísar fyrir leik Íslands og Frakklands á EM lenti óvænt í Amsterdam. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Vita, skipuleggjandi ferðarinnar, sendi á farþega vélarinnar í gær. Er fjárhæðinni ætlað að bæta fyrir þau óþægindi sem farþegar hafi orðið fyrir.Segja má að farþegar vélarinnar hafi vaðið eld og brennistein til þess að komast á áætlunarstað, leik Íslands og Frakklands á EM í París.Sjá einnig: 180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til ParísarEftir að vélinni seinkaði um þrjá tíma vegna rýmingar Leifsstöðvar kom í ljós að vélin hafði ekki lendingarleyfi á áætluðum lendingarstað um 150 kílómetrum utan við París. Svona lítur beint flug til Parísar með Vita ferðum út #vita #emísland #fotboltinet A photo posted by Sigurður Svavarsson (@sigurdurvs) on Jul 2, 2016 at 5:40pm PDT Farþegum var því tilkynnt að lenda þyrfti í Amsterdam og þaðan tók við átta tíma rútuferð til Parísar. Í tölvupóstinum til farþega kemur fram að vegna þeirrar seinkunar sem orðið hafi á brottför frá Keflavík hafi flugvélin misst lendingarleyfi sitt á þeim flugvelli sem áætlað var að lenda á.Vita hafi reynt að komast inn á aðra flugvelli í Norður-Frakklandi, Belgíu og Lúxemborg án árangurs. Því hafi eini kosturinn í stöðunni verið að lenda í Amsterdam. Jafnframt segir í tölvupósti Vita til farþega að þrátt fyrir að erlendur flugrekandi hafi borið ábyrgð á fluginu frá Keflavík og að Vita hafi ekki haft stjórn á þeim aðstæðum sem urðu til þess að fluginu seinkaði hafi verið ákveðið að greiða farþegum fyrrgreinda upphæð til þess að bæta upp fyrir þau óþægindi sem þeir hafi orðið fyrir. EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir 180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til Parísar Sautján klukkustunda ferðalag fyrir fótboltaleik, en þvílíkan fótboltaleik. 3. júlí 2016 12:32 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Ferðaskrifstofan Vita mun greiða 400 evrur, um 54 þúsund krónur, til farþega vélarinnar sem á leið sinni til Parísar fyrir leik Íslands og Frakklands á EM lenti óvænt í Amsterdam. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Vita, skipuleggjandi ferðarinnar, sendi á farþega vélarinnar í gær. Er fjárhæðinni ætlað að bæta fyrir þau óþægindi sem farþegar hafi orðið fyrir.Segja má að farþegar vélarinnar hafi vaðið eld og brennistein til þess að komast á áætlunarstað, leik Íslands og Frakklands á EM í París.Sjá einnig: 180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til ParísarEftir að vélinni seinkaði um þrjá tíma vegna rýmingar Leifsstöðvar kom í ljós að vélin hafði ekki lendingarleyfi á áætluðum lendingarstað um 150 kílómetrum utan við París. Svona lítur beint flug til Parísar með Vita ferðum út #vita #emísland #fotboltinet A photo posted by Sigurður Svavarsson (@sigurdurvs) on Jul 2, 2016 at 5:40pm PDT Farþegum var því tilkynnt að lenda þyrfti í Amsterdam og þaðan tók við átta tíma rútuferð til Parísar. Í tölvupóstinum til farþega kemur fram að vegna þeirrar seinkunar sem orðið hafi á brottför frá Keflavík hafi flugvélin misst lendingarleyfi sitt á þeim flugvelli sem áætlað var að lenda á.Vita hafi reynt að komast inn á aðra flugvelli í Norður-Frakklandi, Belgíu og Lúxemborg án árangurs. Því hafi eini kosturinn í stöðunni verið að lenda í Amsterdam. Jafnframt segir í tölvupósti Vita til farþega að þrátt fyrir að erlendur flugrekandi hafi borið ábyrgð á fluginu frá Keflavík og að Vita hafi ekki haft stjórn á þeim aðstæðum sem urðu til þess að fluginu seinkaði hafi verið ákveðið að greiða farþegum fyrrgreinda upphæð til þess að bæta upp fyrir þau óþægindi sem þeir hafi orðið fyrir.
EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir 180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til Parísar Sautján klukkustunda ferðalag fyrir fótboltaleik, en þvílíkan fótboltaleik. 3. júlí 2016 12:32 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til Parísar Sautján klukkustunda ferðalag fyrir fótboltaleik, en þvílíkan fótboltaleik. 3. júlí 2016 12:32