Erlent

Útbjó bíl sinn sem sjúkrabíl til að komast gegnum öngþveiti

Samúel Karl Ólason skrifar
Shaun Scandle á leið í gegnum göng.
Shaun Scandle á leið í gegnum göng.
Breskur maður var á dögunum dæmdur fyrir að aka glæfralega í gegnum göng á bíl sínum. Það sem gerði akstur mannsins nokkuð sérkennilegan var að bíll hans var útbúinn merkingum, blikkljósum og sírenum svo hann leit út sem sjúkrabíll.

Hann var sektaður um rúm þúsund pund fyrir athæfið.

Shaun Scandle var handtekinn eftir að starfsmenn gangna urðu varir við að hann keyrði í gegnum umferðaröngvþveiti með ljósin í gangi. Aðrir vegfarendur viku fyrir honum þar sem þeir gerðu ráð fyrir að þar væri sjúkrabíll á ferðinni.

Í ljós kom að Scandle hafði sérstaklega útbúið bíl sinn á þennan hátt vegna fyrirtækisis síns. Hann starfaði við að veita fyrstu hjálp á hátíðum um norðanvert England.

Í samtali við Guardian segir yfirmaður lögreglunnar í Northumbria að Scandle hafi ógnað lífi annarra vegfarenda með framferði sínu. Ökumenn viðbragðsbíla eins og sjúkrabíla sé sérstaklega þjálfaðir til að keyra slíka bíla en Scandle var það ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×