Viðskipti innlent

34 prósentum fleiri farþegar

Sæunn Gísladóttir skrifar
Íslensku flugfélögin hafa aukið umsvif sín töluvert á árinu.
Íslensku flugfélögin hafa aukið umsvif sín töluvert á árinu. Vísir/Vilhelm
Íslensku flugfélögin WOW air og Icelandair hafa flutt rúmlega tvær milljónir farþega í millilandaflugi á fyrri helmingi ársins 2016, sem er 34,4 prósenta aukning miðað við sama tímabil í fyrra.

Icelandair hefur flutt 1,55 milljónir farþega. Það er 19,4 prósenta aukning milli ára, en á sama tímabili á síðasta ári ferðuðust 1,3 milljónir farþega með flugfélaginu í millilandaflugi.

WOW air hefur hins vegar flutt 548 þúsund farþega sem er 111 prósenta aukning milli ára, en á sama tímabili í fyrra flutti flugfélagið 260 þúsund farþega.

Bæði flugfélög hafa bætt við sig áfangastöðum á árinu.

Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×