Erlent

Þrír legokarlar eru á braut um Júpíter

Samúel Karl Ólason skrifar
Júpíter, Juno og Galileo Galilei
Júpíter, Juno og Galileo Galilei Vísir/NASA
Geimfarið Juno er nú á braut um gasrisann Júpíter, eftir tæplega fimm ára ferðalag. Um borð í geimfarinu eru þar að auki þrír legókarlar svokallaðir. Um er að ræða rómverska guðinn Júpíter, eiginkonu hans Juno og Galileo Galilei.

Vera legokarlanna um borð í geimfarinu er hluti af Bricks in Space samstarfsverkefni NASA og Lego. Verkefninu er ætlað að auka áhuga barna á raungreinum.

Samkvæmt vef Verge táknar hver karl tengingu mannkynsins við gasrisann. Júpíter er með þrumufleyg í hendi, Juno er með stækkunargler og reikistjörnuna í höndum og Galileo er með sjónauka. Hann fann stærstu tungl reikistjörnunnar árið 1610.

Júpíter, Juno og Galileo eru eins og hefðbundnir legokarlar að stærð en eru gerð úr sérstakri gerð af áli.

Einnig eru munir um borð í geimfarinu sem heiðra Galileo. Meðal annars málverk af vísindamanninum og kafli úr glósum hans um fund tunglanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×