Erlent

Ætlar að styrkja herinn í efnahagskreppu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá ræðu forsetans.
Frá ræðu forsetans. Vísir/EPA
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, segir að máttur hers landsins verði að vera aukinn. Íbúar Venesúela fögnuðu í gær byrjun sjálfstæðisstríðs þjóðarinnar gegn Spáni en forsetinn hélt ræðu yfir skrúðgöngu hersins í Caracas, höfuðborg Venesúela.

Hann sagði þjóðina eiga í „óhefðbundnu stríði“, en forsetinn hefur sakað kapítalista um að valda efnahagskreppu í Venesúela, þar sem óöld ríkir og óeirðir eru algengar. Tíðni morða og annarra glæpa hefur hækkað gífurlega. Skortur er á mat og öðrum nauðsynjum en lækkun olíuverðs hefur valdið miklum vandræðum fyrir ríkið.

Sjá einnig: Sjálf­skapar­víti Venesúela: Sósíalíska drauma­ríkið sem koll­varpaðist í mar­tröð

Stjórnarandstaðan kennir Maduro og ríkisstjórn hans um vanda Venesúela. Fjölmenn og mörg mótmæli hafa verið í landinu undanfarnar vikur og mánuði gegn stjórn Maduro og vinnur stjórnarandstaðan að því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu til að koma honum frá völdum. Málið er nú í meðferð hjá dómstólum landsins en stjórnarandstaðan segir Maduro hafa komið bandamönnum sínum fyrir í sætum dómara.

Stuðningur íbúa við Maduro er lítill, en samkvæmt AFP fréttaveitunni, er hann enn studdur af hernum. Henry Ramos, forsvarsmaður stjórnarandstöðunnar í þinginu í Venesúela, og aðrir þingmenn hafa þó gefið í skyn að það sé ekki allur herinn sem styðji við bakið á forsetanum.

„Þingmenn er studdir af atkvæðum fólksins,“ sagði Ramos. „Ríkisstjórnin er studd af byssustingjum.“


Tengdar fréttir

Efnahagskreppa vofir yfir í Venesúela

Óðaverðbólga ríkir í Venesúela um þessar mundir. Matar- og orkuskortur veldur miklum áhyggjum. Matarverð hefur fimmfaldast á rúmu ári og kostar hamborgari nú rúmlega 20 þúsund krónur í landinu. Margar milljónir manna vilja að forsetin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×