Útlendingar greiða skatt af 75% tekna Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júlí 2016 11:00 CCP hefur notið aðstoðar fjölmargra erlendra sérfræðinga við að þróa leiki sína allan þann tíma sem fyrirtækið hefur starfað. Fjórðungur tekna erlendra sérfræðinga sem koma hingað til starfa er undanskilinn skatti, samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru 2. júní síðastliðinn. Um er að ræða lög um breytingu á ýmsum lögum til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir að þetta ákvæði i lögunum sé mikið framfaraspor. „Ég var pínulítið hissa að þetta skref var stigið. Ég hélt að þetta skref yrði erfiðasta stigið, sérstaklega í andrúmsloftinu í dag þar sem fólk og flutningar milli landa eru mikið hitamál,“ sagði Hilmar Veigar á fundi um breytt umhverfi nýsköpunarfyrirtækja sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins fyrir helgi.Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, fagnar því að veiti eigi erlendum sérfræðingum skattaafslátt.Hilmar Veigar segir að fyrirtæki geti komið í veg fyrir mörg mistök með því að ráða erlenda sérfræðinga í stað þess að reyna að finna upp hjólið í sífellu. „Við erum með mikið af útlendingum sem vinna hér á Íslandi. Á fyrstu árunum vorum við fyrst og fremst að flytja inn sérfræðinga. En núna eftir því sem fyrirtækið hefur vaxið erum við annaðhvort að flytja inn stjórnendur eða fólk sem er rosalega alþjóðlega hreyfanlegt,“ sagði hann. Hilmar Veigar sagði að það fylgdi því mikill aukakostnaður að flytja á milli landa og það væri mikil alþjóðleg samkeppni um hæft vinnuafl. „Og þá er fólk að bera saman, á ég að fara til Svíþjóðar, þar sem er rosalega gott kerfi í kringum svona hluti, eða Danmerkur eða Kanada, þar sem er gengið mjög langt? Eða til Íslands þar sem virðist ekki vera neinn svakalegur áhugi á að byggja undir þetta? Þannig að þetta er mjög gott skref.“ Hilmar Veigar bar þörfina í atvinnulífinu fyrir uppbyggingu með erlendum sérfræðingum saman við uppbyggingu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Þetta er mikið uppbyggingarstarf sem er búið að fara mjög vel yfir. Þetta er búið að vera áratuga uppbygging í fótboltavöllum, leiðtogaþjálfun og það er bara búið að setja þetta mál hressilega á dagskrá,“ sagði hann. Á síðustu metrunum hafi svo verið fenginn erlendur sérfræðingur með mikla reynslu til landsins. Hann hafi tekið saman við Íslending sem er tannlæknir í hálfu starfi og það hafi skilað sér þetta langt og vonandi lengra. „Og þetta er ekki ósvipað,“ sagði Hilmar Veigar á fundinum. Þrjú skilyrði settUppfylla þarf tiltekin skilyrði til þess að erlendur sérfræðingur fái skattafslátt. Þau eru: a. Erlendur sérfræðingur sé ráðinn til starfa hjá lögaðila sem hefur lögheimili eða fasta starfsstöð hér á landi og er sá sem greiðir hinum erlenda starfsmanni tekjur sem sérfræðingi. b. Erlendur sérfræðingur hafi ekki verið búsettur eða heimilisfastur hér á landi á fimm ára tímabili næst á undan því almanaksári er hann hóf störf hér á landi. c. Erlendur sérfræðingur búi yfir þekkingu sem ekki sé fyrir hendi hér á landi nema í litlum mæli. Gert er ráð fyrir að sjálfstæð nefnd muni fara yfir skriflegar umsóknir og staðfesta eða hafna umsókn um að tiltekinn aðili uppfylli skilyrði. Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Fjórðungur tekna erlendra sérfræðinga sem koma hingað til starfa er undanskilinn skatti, samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru 2. júní síðastliðinn. Um er að ræða lög um breytingu á ýmsum lögum til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir að þetta ákvæði i lögunum sé mikið framfaraspor. „Ég var pínulítið hissa að þetta skref var stigið. Ég hélt að þetta skref yrði erfiðasta stigið, sérstaklega í andrúmsloftinu í dag þar sem fólk og flutningar milli landa eru mikið hitamál,“ sagði Hilmar Veigar á fundi um breytt umhverfi nýsköpunarfyrirtækja sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins fyrir helgi.Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, fagnar því að veiti eigi erlendum sérfræðingum skattaafslátt.Hilmar Veigar segir að fyrirtæki geti komið í veg fyrir mörg mistök með því að ráða erlenda sérfræðinga í stað þess að reyna að finna upp hjólið í sífellu. „Við erum með mikið af útlendingum sem vinna hér á Íslandi. Á fyrstu árunum vorum við fyrst og fremst að flytja inn sérfræðinga. En núna eftir því sem fyrirtækið hefur vaxið erum við annaðhvort að flytja inn stjórnendur eða fólk sem er rosalega alþjóðlega hreyfanlegt,“ sagði hann. Hilmar Veigar sagði að það fylgdi því mikill aukakostnaður að flytja á milli landa og það væri mikil alþjóðleg samkeppni um hæft vinnuafl. „Og þá er fólk að bera saman, á ég að fara til Svíþjóðar, þar sem er rosalega gott kerfi í kringum svona hluti, eða Danmerkur eða Kanada, þar sem er gengið mjög langt? Eða til Íslands þar sem virðist ekki vera neinn svakalegur áhugi á að byggja undir þetta? Þannig að þetta er mjög gott skref.“ Hilmar Veigar bar þörfina í atvinnulífinu fyrir uppbyggingu með erlendum sérfræðingum saman við uppbyggingu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Þetta er mikið uppbyggingarstarf sem er búið að fara mjög vel yfir. Þetta er búið að vera áratuga uppbygging í fótboltavöllum, leiðtogaþjálfun og það er bara búið að setja þetta mál hressilega á dagskrá,“ sagði hann. Á síðustu metrunum hafi svo verið fenginn erlendur sérfræðingur með mikla reynslu til landsins. Hann hafi tekið saman við Íslending sem er tannlæknir í hálfu starfi og það hafi skilað sér þetta langt og vonandi lengra. „Og þetta er ekki ósvipað,“ sagði Hilmar Veigar á fundinum. Þrjú skilyrði settUppfylla þarf tiltekin skilyrði til þess að erlendur sérfræðingur fái skattafslátt. Þau eru: a. Erlendur sérfræðingur sé ráðinn til starfa hjá lögaðila sem hefur lögheimili eða fasta starfsstöð hér á landi og er sá sem greiðir hinum erlenda starfsmanni tekjur sem sérfræðingi. b. Erlendur sérfræðingur hafi ekki verið búsettur eða heimilisfastur hér á landi á fimm ára tímabili næst á undan því almanaksári er hann hóf störf hér á landi. c. Erlendur sérfræðingur búi yfir þekkingu sem ekki sé fyrir hendi hér á landi nema í litlum mæli. Gert er ráð fyrir að sjálfstæð nefnd muni fara yfir skriflegar umsóknir og staðfesta eða hafna umsókn um að tiltekinn aðili uppfylli skilyrði.
Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira