Aldrei verið fleiri mál gegn íslenska ríkinu fyrir MDE Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. júlí 2016 19:07 Aldrei hafa fleiri mál verið til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu gegn íslenska ríkinu en nú. Dómstóllinn hefur krafið íslensk stjórnvöld svara í fimm málum það sem af er ári en dómstóllinn hefur aldrei sýknað íslenska ríkið eftir að mál hefur verið tekið til efnismeðferðar. Samkvæmt upplýsingum frá Mannréttindadómstól Evrópu hafa dómstólnum borist alls 196 kærur gegn Íslandi frá árinu 1959. 180 af þessum málum hafa ekki hlotið efnismeðferð. Af þeim 16 málum sem hlotið hafa efnismeðferð hefur íslenska ríkið í 13 tilvikum verið dæmt brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en þremur málum var lokið með sátt. Þetta þýðir að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ekki sýknað íslenska ríkið í neinu máli sem hlotið hefur efnismeðferð fyrir dómstólnum.Íslensk stjórnvöld krafin svara í máli Egils EinarssonarFréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá dómstólnum gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að nú sé 21 mál til meðferðar hjá dómstólnum gegn íslenska ríkinu en þau hafa aldrei verið fleiri. Af þeim sé búið að óska athugasemda í ellefu málum, meðal annars í málum Gests Jónssonar og Ragnars H. Hall gegn íslenska ríkinu og í máli Egils Einarssonar. Mál Egils varðar dóm Hæstaréttar frá því í nóvember 2014 en í málinu var Ingi Kristján Sigurmarsson sýknaður af öllum kröfum Egils, þ.m.t. ómerkingarkröfu þar sem ummæli Inga „Fuck You Rapist Bastard” voru talin vera gildisdómur. Margföldun í fyrirspurnum „Já þetta er mikill fjöldi mála. Ef maður skoðar tölur yfir þau erindi sem hafa borist íslenskum stjórnvöldum frá Mannréttindadómstólnum, þar sem verið er að óska eftir að ríkið veiti upplýsingar um mál, að þá hafa þetta undanfarin 10 ár verið frá engri fyrirspurn og upp í tvær fyrirspurnir,“ segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður hjá LEX. Í fyrra hafi íslenskum stjórnvöldum síðan borist fjórar fyrirspurnir. „Og samkvæmt þessum upplýsingum sem að þú lést mig hafa núna í dag að þá eru nú þegar á þessu ári komnar fimm fyrirspurnir og árið er ekki hálfnað. Þannig að þetta er margföldun í fyrirspurnum, já,“ segir Kristín. Rétt er að taka fram að Kristín var verjandi Magnúsar Guðmundssonar í Al-thani málinu en Mannréttindadómstóllinn krafði nýverið íslensk stjórnvöld svara vegna málsins. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Aldrei hafa fleiri mál verið til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu gegn íslenska ríkinu en nú. Dómstóllinn hefur krafið íslensk stjórnvöld svara í fimm málum það sem af er ári en dómstóllinn hefur aldrei sýknað íslenska ríkið eftir að mál hefur verið tekið til efnismeðferðar. Samkvæmt upplýsingum frá Mannréttindadómstól Evrópu hafa dómstólnum borist alls 196 kærur gegn Íslandi frá árinu 1959. 180 af þessum málum hafa ekki hlotið efnismeðferð. Af þeim 16 málum sem hlotið hafa efnismeðferð hefur íslenska ríkið í 13 tilvikum verið dæmt brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en þremur málum var lokið með sátt. Þetta þýðir að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ekki sýknað íslenska ríkið í neinu máli sem hlotið hefur efnismeðferð fyrir dómstólnum.Íslensk stjórnvöld krafin svara í máli Egils EinarssonarFréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá dómstólnum gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að nú sé 21 mál til meðferðar hjá dómstólnum gegn íslenska ríkinu en þau hafa aldrei verið fleiri. Af þeim sé búið að óska athugasemda í ellefu málum, meðal annars í málum Gests Jónssonar og Ragnars H. Hall gegn íslenska ríkinu og í máli Egils Einarssonar. Mál Egils varðar dóm Hæstaréttar frá því í nóvember 2014 en í málinu var Ingi Kristján Sigurmarsson sýknaður af öllum kröfum Egils, þ.m.t. ómerkingarkröfu þar sem ummæli Inga „Fuck You Rapist Bastard” voru talin vera gildisdómur. Margföldun í fyrirspurnum „Já þetta er mikill fjöldi mála. Ef maður skoðar tölur yfir þau erindi sem hafa borist íslenskum stjórnvöldum frá Mannréttindadómstólnum, þar sem verið er að óska eftir að ríkið veiti upplýsingar um mál, að þá hafa þetta undanfarin 10 ár verið frá engri fyrirspurn og upp í tvær fyrirspurnir,“ segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður hjá LEX. Í fyrra hafi íslenskum stjórnvöldum síðan borist fjórar fyrirspurnir. „Og samkvæmt þessum upplýsingum sem að þú lést mig hafa núna í dag að þá eru nú þegar á þessu ári komnar fimm fyrirspurnir og árið er ekki hálfnað. Þannig að þetta er margföldun í fyrirspurnum, já,“ segir Kristín. Rétt er að taka fram að Kristín var verjandi Magnúsar Guðmundssonar í Al-thani málinu en Mannréttindadómstóllinn krafði nýverið íslensk stjórnvöld svara vegna málsins.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira