Af hverju alltaf bara strákar? Hrannar Björn Arnarsson skrifar 6. júlí 2016 07:00 Á liðnum vikum hefur átta ára dóttir mín í tvígang spurt mig þessarar spurningar og því miður hef ég ekki getað gefið henni ásættanleg svör. Tilefnin voru viðamiklar og vandaðar umfjallanir íþróttadeilda RÚV og Stöðvar 2 um glæsileg knattspyrnumót Akureyringa og Eyjamanna fyrir unga drengi, en sjálf hafði dóttir mín nýlokið keppni í sambærilegu móti ásamt hundruðum annarra stúlkna á Akureyri og Sauðárkróki. Um þau mót fjallaði hins vegar hvorug íþróttadeildin, ekki frekar en undanfarin ár. Því miður hafa tilraunir mínar við að kalla eftir svörum við spurningu dóttur minnar enn ekki borið neinn árangur og því ítreka ég hana hér og vona að einhverjir af forráðamönnum Stöðvar 2 og RÚV finni tíma aflögu og virði hana opinbers svars. Til að fyrirbyggja allan misskilning má ég til með að undirstrika, að mér finnst umfjallanir miðlanna um drengjamótin tvö til mikillar fyrirmyndar. Bæði hafa mótin gríðarlega þýðingu fyrir uppbyggingarstarf í knattspyrnunni, eru að mörgu leyti hápunktar hvers árs hjá iðkendum og öll umgjörð þeirra og skipulag eru félögunum til mikils sóma. Vandaðar umfjallanir fjölmiðla gera ekkert annað en að efla þetta mikilvæga starf, og ekki síst styrkir slík umfjöllun og eflir sjálfsmynd drengjanna sem taka þátt. Fyrir þessa athygli fjölmiðlanna ber því að þakka. Allt hið sama á hins vegar einnig við um glæsileg stúlknamót KA og Tindastóls, en vandinn er sá að þar láta þessir sömu fjölmiðlar ekki sjá sig. Með fjarveru sinni á stúlknamótunum, samhliða vandaðri umfjöllun um drengjamótin, gera Stöð 2 og RÚV sig sek um óþolandi mismunun, bæði gagnvart mótshöldurum og þeim sem vinna að uppbyggingu kvennaknattspyrnu á Íslandi, en ekki síst gagnvart þeim hundruðum ungra stúlkna sem upplifa sig vanvirtar og knattspyrnuiðkun sína minna metna en drengjanna á sama aldri. Með mismunun sinni vega fjölmiðlarnir að sjálfsmynd ungra kvenna sem knattspyrnuiðkenda og vinna beinlínis gegn grasrótarstarfi kvennaknattspyrnunnar. Ekki dettur mér í hug að hér sé um meðvitaða stefnu fjölmiðlanna að ræða og því hvet ég þá til að hugleiða og svara spurningu dóttur minnar með jákvæðum og uppbyggilegum hætti. Íslenskar knattspyrnukonur eru og hafa verið meðal þeirra bestu í heiminum á liðnum árum og sá ótrúlegi árangur ætti að nýtast okkur vel sem hvatning til dáða og grunnur til að gera enn betur. Til að svo megi verða þurfum við hinsvegar öll að leggjast á árarnar og róa í sömu átt. Liðsinni fjölmiðla í þeim efnum er gríðarlega mikilvægt og ábyrgð þeirra mikil. Áfram Ísland! Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrannar Björn Arnarsson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Sjá meira
Á liðnum vikum hefur átta ára dóttir mín í tvígang spurt mig þessarar spurningar og því miður hef ég ekki getað gefið henni ásættanleg svör. Tilefnin voru viðamiklar og vandaðar umfjallanir íþróttadeilda RÚV og Stöðvar 2 um glæsileg knattspyrnumót Akureyringa og Eyjamanna fyrir unga drengi, en sjálf hafði dóttir mín nýlokið keppni í sambærilegu móti ásamt hundruðum annarra stúlkna á Akureyri og Sauðárkróki. Um þau mót fjallaði hins vegar hvorug íþróttadeildin, ekki frekar en undanfarin ár. Því miður hafa tilraunir mínar við að kalla eftir svörum við spurningu dóttur minnar enn ekki borið neinn árangur og því ítreka ég hana hér og vona að einhverjir af forráðamönnum Stöðvar 2 og RÚV finni tíma aflögu og virði hana opinbers svars. Til að fyrirbyggja allan misskilning má ég til með að undirstrika, að mér finnst umfjallanir miðlanna um drengjamótin tvö til mikillar fyrirmyndar. Bæði hafa mótin gríðarlega þýðingu fyrir uppbyggingarstarf í knattspyrnunni, eru að mörgu leyti hápunktar hvers árs hjá iðkendum og öll umgjörð þeirra og skipulag eru félögunum til mikils sóma. Vandaðar umfjallanir fjölmiðla gera ekkert annað en að efla þetta mikilvæga starf, og ekki síst styrkir slík umfjöllun og eflir sjálfsmynd drengjanna sem taka þátt. Fyrir þessa athygli fjölmiðlanna ber því að þakka. Allt hið sama á hins vegar einnig við um glæsileg stúlknamót KA og Tindastóls, en vandinn er sá að þar láta þessir sömu fjölmiðlar ekki sjá sig. Með fjarveru sinni á stúlknamótunum, samhliða vandaðri umfjöllun um drengjamótin, gera Stöð 2 og RÚV sig sek um óþolandi mismunun, bæði gagnvart mótshöldurum og þeim sem vinna að uppbyggingu kvennaknattspyrnu á Íslandi, en ekki síst gagnvart þeim hundruðum ungra stúlkna sem upplifa sig vanvirtar og knattspyrnuiðkun sína minna metna en drengjanna á sama aldri. Með mismunun sinni vega fjölmiðlarnir að sjálfsmynd ungra kvenna sem knattspyrnuiðkenda og vinna beinlínis gegn grasrótarstarfi kvennaknattspyrnunnar. Ekki dettur mér í hug að hér sé um meðvitaða stefnu fjölmiðlanna að ræða og því hvet ég þá til að hugleiða og svara spurningu dóttur minnar með jákvæðum og uppbyggilegum hætti. Íslenskar knattspyrnukonur eru og hafa verið meðal þeirra bestu í heiminum á liðnum árum og sá ótrúlegi árangur ætti að nýtast okkur vel sem hvatning til dáða og grunnur til að gera enn betur. Til að svo megi verða þurfum við hinsvegar öll að leggjast á árarnar og róa í sömu átt. Liðsinni fjölmiðla í þeim efnum er gríðarlega mikilvægt og ábyrgð þeirra mikil. Áfram Ísland! Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar