Lífið

Rammfalskur Obama söng afmælissönginn fyrir dóttur sína

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Obama lét sig hafa það fyrir dóttur sína þrátt fyrir gífurlegan skort á söngsviðinu.
Obama lét sig hafa það fyrir dóttur sína þrátt fyrir gífurlegan skort á söngsviðinu. Vísir/Getty
Hafi Barack Obama forseti Bandaríkjanna einhvern tímann átt sér þann draum að verða söngvari þá var það einstaklega skynsamleg ákvörðun að hætta við það. Þetta verður þeim sem sjá myndbandið sem hér fylgir fyrir neðan deginum ljósara en þar má heyra hann syngja afmælissönginn fyrir eldri dóttur sína Maliu Obama sem fagnaði 18 ára afmælisdegi sínum í gær, á sjálfan þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Það er að minnsta kosti óhætt að fullyrða að hann kæmist ekki langt í American Idol.

Forsetinn tjaldaði öllu til þegar hann fagnaði afmæli dóttur sinnar og þjóðhátíðardeginum í Hvíta húsinu í gær. Hætta þurfti við árlegt garðpartý sem haldið er við Hvíta húsið vegna veðurs en þess í stað fluttu forsetahjónin veisluna í hátíðarsalinn þar sem tónlistarmennirnir Kendrick Lamar og Janelle Monae skemmtu gestum. Kendrick Lamar er víst í miklu uppáhaldi hjá Barack Obama og dóttur hans.

Malia lauk nýverið menntaskóla og er á leiðinni í Harvard en báðir foreldrar hennar lærðu þar. Áður en hún heldur áfram í skóla ætlar hún þó að taka sér árs frí frá námi til þess að kynnast lífinu og ferðast.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×