Erlent

Fjöl­skyld­ur á­rás­ar­mann­ann­a koma af fjöll­um

Samúel Karl Ólason skrifar
Hermenn undirbúa líkkistur til flutnings við minningarathöfn í Dhaka.
Hermenn undirbúa líkkistur til flutnings við minningarathöfn í Dhaka. Vísir/EPA
„Við gátum ekki ímyndað okkur þetta. Það voru engar bækur eða nokkuð sem gaf í skyn að hann hallaðist að öfgasamtökum. Við höfðum ekki hugmynd.“

Imtiaz Khan Babul, stjórnmálamaður í Bangladess hefur tjáð sig um áfallið að komast að því að sonur sinn var einn árásarmannanna í Dhaka á föstudaginn. Rohan og minnst fjórir aðrir tóku tugi manna í gíslingu á kaffihúsi í borginni og myrtu tuttugu þeirra.

Sjá einnig: Árásarmennirnir tilheyrðu vel stæðum fjölskyldum

Vitni segja að árásarmennirnir hafi þyrmt lífum múslima en flestir hinna látnu voru ekki frá Bangladess og voru þau myrt með sveðjum. Meðal hinna látnu voru níu frá Ítalíu, sjö frá Japan, einn frá Bandaríkjunum og einn frá Indlandi.

Rohan hafði verið týndur um nokkra mánaða skeið áður en hann réðst til atlögu á kaffihúsinu. Babul segir í samtali við AFP fréttaveituna að við leit að syni sínum hafi hann komist að því að fjöldi ungra manna úr efnuðum fjölskyldum væri týndur.

Í ljós hefur komið að árásarmennirnir í Dhaka komu úr vel stæðum fjölskyldum. Þeir höfðu stundað nám í dýrum einkaskólum. Fjölskyldur þeirra hafa komið af fjöllum varðandi þátttöku þeirra í starfsemi hryðjuverkasamtaka. Babul telur að þeir komist í tæra við öfga og hryðjuverkasamtök á netinu.

Sex menn voru felldir í áhlaupi lögreglu á kaffihúsið og einn handtekinn. Lögreglan hefur nú viðurkennt að einn þeirra sem voru felldir var gísl sem skotinn var fyrir mistök.

Hér má sjá viðtal CNN við faðir annars árásarmanns.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×