Erlent

Kallað eftir umbótum vegna árásanna í París

Samúel Karl Ólason skrifar
Hermenn á gangi um Nice.
Hermenn á gangi um Nice. Vísir/EPA
Frönsk þingnefnd hefur kallað eftir umbótum hjá leyniþjónustum Frakklands í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París í fyrra. Meðal aðgerða sem grípa eigi til er að sameina nokkrar stofnanir ríkisins í eina stofnun sem beitt verði til varna gegn hryðjuverkum. Þá dregur nefndin í efa að áframhaldandi viðbúnaðarstig öryggisstofnana í Frakklandi auki öryggi þar.

147 manns létu lífið í árásum í janúar og í nóvember í fyrra sem sem gerðar voru af vígamönnum Íslamska ríkisins, eða af einstaklingum hliðhollum samtökunum.

Georges Fenech, formaður þingnefndarinnar, sagði ljóst að Frakkar hafi ekki verið reiðubúnir.

Þingnefndin fundaði í 200 klukkustundir og tók 190 viðtöl við rannsóknina en niðurstöður hennar voru birtar í dag. Fenech, sagði nauðsynlegt að Frakkar yrðu metnaðarfyllri í upplýsingaöflun vegna alþjóðlegrar hryðjuverkastarfsemi.

Meðal tillagna er að stofna hryðjuverkamiðstöð ríkisins með sameinungu stofnanna. Til mark um óhagkvæmni hryðjuverkavarna í Frakklandi bentu þingmenn á að á ferðalögum sínum til Ísrael, Grikklands og Bandaríkjanna gátu forsvarsmenn leyniþjónustna þar ekki bent á hver færi fyrir baráttunni gegn hryðjuverkum í Frakklandi.

Öryggisaðilar í Frakklandi hafa verið á hæsta viðbúnaðarstigi um mánaða skeið og hafa meðal annars verið um sex til sjö þúsund hermenn á götum borga þar í landi. Lögregla hefur ráðist til atlögu á þúsundir heimila og hundruð hafa verið handtekin. Þingnefndin dregur í efa að það hafi aukið öryggi íbúa. Þá sérstaklega til lengri tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×