Erlent

Sautján ára piltur stunginn til bana í Notting Hill

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Folejimi var afburðanemandi.
Folejimi var afburðanemandi. Vísir/Lögreglan í UK
Sautján ára drengur var stunginn til bana í Notting Hill-hverfinu í London á sunnudag. Lögregla setti af stað rannsókn á málinu. Einn hefur verið handtekinn.

Folajimi Orebiyi var stunginn í hálsinn á sunnudagskvöld fyrir utan veitingastaðinn La Cave á Fromage í Notting Hill. Hann lést af sárum sínum á staðnum eftir að hafa reynt að flýja árásarmann sinn. Krufning fer fram í dag. Fimmtán ára drengur var handtekinn í gærkvöldi vegna gruns um aðild að málinu og færður til yfirheyrslu.

Vitni hafa greint frá því að sést hafi til hóps af unglingum elta drenginn á reiðhjólum. Ekki er fyllilega ljóst hvað átti sér stað en svo virðist sem slagsmál hafi brotist út og drengurinn stunginn í kjölfarið. Samkvæmt fjölmiðlum í Bretlandi var Folajimi duglegur í skóla og átti bjarta framtíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×