Erlent

Sjálfsvígsárás í einni helgustu borg múslima

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. vísir/epa
Fjórir eru látnir og fimm særðir eftir sjálfsvígsárásir í Medína, fjórðu stærstu borg Sádi-Arabíu, í kvöld. Fjöldi fallinna var staðfestur af innanríkisráðherra landsins.

Hinir látnu störfuðu sem öryggisverðir skammt frá Mosku spámannsins en árásarmaðurinn lét til skarar skríða þegar mennirnir voru að borða. Í dag er síðasti dagur föstumánaðarins Ramadan.

Moska spámannsins er einn helgasti staður landsins en Medína er önnur helgasta borg Sádi-Arabíu á eftir Mekka.

Þetta er þriðja sjálfsvígsárásin í landinu í dag en ekki varð mannfall, umfram árásarmennina, í hinum tveimur.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum en grunur hefur fallið á íslamska ríkið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×