Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2016 09:38 Ráðavilltir og miðalausir Íslendingar við Stade de France í gær. Mynd/Íris Björk Hafsteinsdóttir Fulltrúar ríkislögreglustjóra í París, sem starfað hafa í kringum Evrópumótið í knattspyrnu, segja engan hafa verið handtekinn í tengslum við uppákomu í fönsku höfuðborginni í gær þegar líklega tugir Íslendinga fengu ekki miða, sem greitt hafði verið fyrir, á landsleik Íslands og Frakklands. Geðshræring greip um sig síðdegis í gær meðal íslenskra stuðningsmanna sem höfðu ekki fengið miðana sína í hendur og nær dró leik. Hluti þeirra fengu miðana sína, einhverjir misstu af upphafsmínútunum, aðrir sátu í öðrum sætum en þeim hafði verið úthlutað og loks var hópur fólks sem einfaldlega fékk enga miða. Þeirra á meðal fjölskyldufólk með börn sem héldu aftur á hótelið, sár og reið. Hér má sjá fólk hópast saman í bið eftir miðum í París í gær. „Það eina sem við getum staðfest er að upp kom mál þar sem einhver hluti Íslendinga fékk ekki afhenta þá miða sem búið var að borga fyrir,“ segir Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Tjörvi hefur verið í París undanfarnar þrjár vikur ásamt öðrum fulltrúa íslensku lögreglunnar til aðstoðar frönskum lögregluyfirvöldum á Evrópumótinu. Til viðbótar hafa sex íslenskir lögreglumenn flakkað á milli þeirra borga þar sem Ísland hefur spilað Tjörvi segir ekki liggja fyrir hve margir sátu uppi miðalausir „Ég er ekki með nákvæma tölu á því en við höfum heyrt töluna sjötíu miða nefnda, en það getur vel verið að talan sé hærri. Við bara vitum það ekki. Málið er í skoðun hjá frönsku lögreglunni sem stendur.“ Björn Steinbekk, tónleikahaldari og athafnamaður.Vísir/Stefán Reiðir Íslendingar urðu vitni að því þegar athafnamaðurinn Björn Steinbekk, sem orðið hafði fjölmörgum Íslendingum út um miða fyrir leikinn gegn Englandi í Nice og ætlaði að gera það sama fyrir leikinn gegn Frakklandi, var leiddur á brott af frönskum lögreglumönnum. Veltu nærstaddir fyrir sér hvort Björn hefði verið handtekinn „Það var enginn handtekinn í gær miðað við það síðasta sem við heyrðum,“ segir Tjörvi. Íslenska lögreglan muni aðstoða kollega sína í París við rannsókn málsins. Björn segir í viðtali við RÚV í morgun að hann hafi verið svikinn af miðasölustjóra hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. Hann hafnar því að miðarnir sem hann seldi hafi verið falsaðir eða fengnir eftir ólöglegum leiðum. „Við erum að fela okkar lögmanni að vinna að því að hefja endurgreiðsluferli sem fengu ekki miða. Við erum að vinna í því að senda Knattspyrnusambandi Íslands greinargerð um þetta mál. Við höfum verið svikinn af miðasölustjóra UEFA og við munum leggja fram tölvupósta um það í dag. Þar liggur þessi hundur grafinn. Þetta er ömurlegt mál og dagurinn í dag fer í að losa um það sem gerðist.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Segja maðk í mysunni með miða Björns Steinbekk Afhending miða frá Birni hefur dregist en aðrir hafa lent í því að miðarnir eru ekki teknir gildir við innganginn. 3. júlí 2016 19:31 Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Fulltrúar ríkislögreglustjóra í París, sem starfað hafa í kringum Evrópumótið í knattspyrnu, segja engan hafa verið handtekinn í tengslum við uppákomu í fönsku höfuðborginni í gær þegar líklega tugir Íslendinga fengu ekki miða, sem greitt hafði verið fyrir, á landsleik Íslands og Frakklands. Geðshræring greip um sig síðdegis í gær meðal íslenskra stuðningsmanna sem höfðu ekki fengið miðana sína í hendur og nær dró leik. Hluti þeirra fengu miðana sína, einhverjir misstu af upphafsmínútunum, aðrir sátu í öðrum sætum en þeim hafði verið úthlutað og loks var hópur fólks sem einfaldlega fékk enga miða. Þeirra á meðal fjölskyldufólk með börn sem héldu aftur á hótelið, sár og reið. Hér má sjá fólk hópast saman í bið eftir miðum í París í gær. „Það eina sem við getum staðfest er að upp kom mál þar sem einhver hluti Íslendinga fékk ekki afhenta þá miða sem búið var að borga fyrir,“ segir Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Tjörvi hefur verið í París undanfarnar þrjár vikur ásamt öðrum fulltrúa íslensku lögreglunnar til aðstoðar frönskum lögregluyfirvöldum á Evrópumótinu. Til viðbótar hafa sex íslenskir lögreglumenn flakkað á milli þeirra borga þar sem Ísland hefur spilað Tjörvi segir ekki liggja fyrir hve margir sátu uppi miðalausir „Ég er ekki með nákvæma tölu á því en við höfum heyrt töluna sjötíu miða nefnda, en það getur vel verið að talan sé hærri. Við bara vitum það ekki. Málið er í skoðun hjá frönsku lögreglunni sem stendur.“ Björn Steinbekk, tónleikahaldari og athafnamaður.Vísir/Stefán Reiðir Íslendingar urðu vitni að því þegar athafnamaðurinn Björn Steinbekk, sem orðið hafði fjölmörgum Íslendingum út um miða fyrir leikinn gegn Englandi í Nice og ætlaði að gera það sama fyrir leikinn gegn Frakklandi, var leiddur á brott af frönskum lögreglumönnum. Veltu nærstaddir fyrir sér hvort Björn hefði verið handtekinn „Það var enginn handtekinn í gær miðað við það síðasta sem við heyrðum,“ segir Tjörvi. Íslenska lögreglan muni aðstoða kollega sína í París við rannsókn málsins. Björn segir í viðtali við RÚV í morgun að hann hafi verið svikinn af miðasölustjóra hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. Hann hafnar því að miðarnir sem hann seldi hafi verið falsaðir eða fengnir eftir ólöglegum leiðum. „Við erum að fela okkar lögmanni að vinna að því að hefja endurgreiðsluferli sem fengu ekki miða. Við erum að vinna í því að senda Knattspyrnusambandi Íslands greinargerð um þetta mál. Við höfum verið svikinn af miðasölustjóra UEFA og við munum leggja fram tölvupósta um það í dag. Þar liggur þessi hundur grafinn. Þetta er ömurlegt mál og dagurinn í dag fer í að losa um það sem gerðist.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Segja maðk í mysunni með miða Björns Steinbekk Afhending miða frá Birni hefur dregist en aðrir hafa lent í því að miðarnir eru ekki teknir gildir við innganginn. 3. júlí 2016 19:31 Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17
Segja maðk í mysunni með miða Björns Steinbekk Afhending miða frá Birni hefur dregist en aðrir hafa lent í því að miðarnir eru ekki teknir gildir við innganginn. 3. júlí 2016 19:31
Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00