Erlent

Földu metmagn af kókaíni inn í hestshaus þakinn demöntum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kannski væri betra að reyna að smygla þessu inn í aðeins minna áberandi hlut.
Kannski væri betra að reyna að smygla þessu inn í aðeins minna áberandi hlut. Mynd/ Lögreglan í Nýja-Sjálandi.
Nýsjálenska lögreglan hefur aldrei lagt hald á jafn mikið af kókaíni í einu og nýverið þegar hún fylltist grunsemdum eftir að höggmynd af hestshaus þakinn demöntum kom til tollskoðunar.

Höggmyndin reyndist vera 400 kíló og við nánari skoðun kom í ljós að inn í styttunni var búið að koma fyrir 35 kílóum af kókaíni en götuvirði þess er talið vera um 14 milljónir nýsjálenskra dollara, rétt rúmlega einn milljarður króna.

Í Nýja-Sjálandi er götuverð á kókaíni hátt og gæðin oft af skornum skammti en afar erfitt er að smygla eiturlyfjum inn til landsins vegna öflugrar tollskoðunar og landamæraeftirlits.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×