Fótbolti

Hannes hinn litskrúðugi í grænu treyjunni gegn Frökkum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hannes Þór Halldórsson hefur farið á kostum í Frakklandi.
Hannes Þór Halldórsson hefur farið á kostum í Frakklandi. Vísir
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson hefur svo sannarlega slegið í gegn á Evrópumótinu í knattspyrnu og fjölmiðlar um allan heim keppast við að segja ótrúlega sögu leikstjórans sem aldrei gafst upp, þrátt fyrir þrálát axlarmeiðsli og er í dag ein af íslensku hetjunum á EM í Frakklandi.

Hannes Þór hefur staðið vaktina frábærlega í leikjunum fjórum á mótinu en glöggir hafa tekið eftir að hann hefur aldrei klæðst sömu treyjunni. Hann var í svartri treyju í fyrsta leiknum gegn Portúgal, rauðri treyju í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, hvítri treyju á Stade de France gegn Austurríki og var svo kominn í græna treyju í Nice þegar okkar menn sigruðu Englendinga.

Hannes verður aftur í grænu markmannstreyjunni í leiknum gegn Frökkum í kvöld en íslenska liðið verður í hvítu treyjunum í leiknum í kvöld. Að neðan má sjá myndir Vilhelms Gunnarssonar af Hannesi í leikjunum fjórum.

Hannes grípur fyrirgjöf í leiknum gegn Portúgal sem fór 1-1.Vísir/Vilhelm
Hannes á leiðinni út á völl fyrir 1-1 jafnteflið geng Unverjum í Marseille.Vísir/Vilhelm
Hannes fagnar sigrinum gegn Austurríki á Stade de France.Vísir/Vilhelm
Hannes spyrnir frá marki í 2-1 sigrinum á Englandi í Nice.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×