Hannes Þór hefur staðið vaktina frábærlega í leikjunum fjórum á mótinu en glöggir hafa tekið eftir að hann hefur aldrei klæðst sömu treyjunni. Hann var í svartri treyju í fyrsta leiknum gegn Portúgal, rauðri treyju í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, hvítri treyju á Stade de France gegn Austurríki og var svo kominn í græna treyju í Nice þegar okkar menn sigruðu Englendinga.
Hannes verður aftur í grænu markmannstreyjunni í leiknum gegn Frökkum í kvöld en íslenska liðið verður í hvítu treyjunum í leiknum í kvöld. Að neðan má sjá myndir Vilhelms Gunnarssonar af Hannesi í leikjunum fjórum.



