180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til Parísar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2016 12:32 Frá svæðinu við Moulin Rouge á öðrum tímanum í Frakklandi í dag. Þar munu stuðningsmenn Íslands safnast saman og hita upp fyrir leikinn gegn Frökkum. Vísir/Vilhelm Þeir voru þreyttir og myglaðir stuðningsmennirir sem skiluðu sér til Parísar á tíunda tímanum í morgun. Þá voru liðnar um sautján klukkustundir síðan spenntir ferðalangarnir mættu í Leifsstöð á leið til Frakklands þar sem karlalandslið þjóðanna í knattspyrnu mætast í kvöld í átta liða úrslitum á EM. Gríðarlega mikið var um að vera í Leifsstöð í gær en á þriðja tug flugferða voru frá Keflavíkurflugvelli til Frakklands um helgina. Mörgum seinkaði eitthvað en þeir 180 sem áttu að fara með leiguflugi klukkan 18:45 í gærkvöldi lentu heldur betur í veseni. Ballið byrjaði þegar brunavarnakerfið í flugstöðinni fór í gang um sexleytið. Farþegarnir voru í þann mund að fara að hliðinu þegar allir þurftu að yfirgefa bygginguna. Eftir að gengið hafði verið úr skugga um að allt væri í lagi þurftu farþegarnir að fara aftur í gegnum öryggisleit. Nýr brottfarartími var 20:15 en aftur varð seinkun á því og fór vélin í loftið um klukkan 21. Flestum létt eftir vægt áfall í Keflavík. En fall er fararheill, eða hvað? átti flug til Frakklands en endaði í Amsterdam, annars geggjaður— Hákon Örn (@hakonmagg) July 2, 2016 Í háloftunum bárust farþegunum 180 svo ný skilaboð. Þar sem seinkun hefði orðið á brottför væri ekki lengur unnt að lenda á fyrirhuguðum lendingarstað, einhverja 150 kílómetra fyrir utan París þar sem rúta beið farþeganna. Flugvöllurinn þar lokar á miðnætti samkvæmt skilaboðum sem bárust farþegum. Í staðinn var ekkert annað að gera en að lenda í annarri evrópskri höfuðborg, Amsterdam.Sjá einnig:Fengu ekki lendingarleyfi á Charles de Gaul Upphaflega hafði verið selt í ferðina á þeim forsendum að um beint flug til Parísar væri að ræða en síðar kom í ljós að ekki yrði unnt að lenda í frönsku höfuðborginni. Þá var ákveðið að lenda á fyrrnefndum flugvelli sem reyndist svo ekki unnt að lenda á, líkast til vegna fyrrnefndar seiknkunar. Vitaferðir, selja beint flug til Charles de Gaulle, breyta úr því yfir í sveitaflugvöll, En lenda svo í AMSTERDAM!! Hvað eru menn að reykja— Guðjón Már Magnússon (@Gudjon_Mar) July 2, 2016 Í Amsterdam fóru svo farþegarnir upp í rútu og við tók löng rútuferð frá hollensku borginni til Parísar þangað sem Íslendingarnir 180 mættu svo á tíunda tímanum í morgun. Ljóst er að margir munu nýta fyrri hluta dags í að sofa úr sér ferðaþreytuna til að vera klár í slaginn fyrir átökin í kvöld þegar átta til tíu þúsund íslenskir stuðningsmenn mæta um sjötíu þúsund stuðningsmönnum Frakka á Stade de France.Lúðvík Arnarsson hjá Vita, sem skipulögðu ferðina, segir að álagið í Leifsstöð í gær hafi verið mikið og rýmingin hafi ekki hjálpað til. Í skoðun sé hvers vegna ekki var hægt að lenda flugvélinni á fyrrnefndum flugvelli í Frakklandi. Honum þyki leiðinlegt hvernig fór en sem betur fer hafi allir farþegar komist til Parísar á endanum og nái leiknum. Nú verði réttindi farþega varðandi bætur teknar til skoðunar. Svona lítur beint flug til Parísar með Vita ferðum út #vita #emísland #fotboltinet A photo posted by Sigurður Svavarsson (@sigurdurvs) on Jul 2, 2016 at 5:40pm PDT EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15 121 slasaðist í troðningnum eftir að sprenging heyrðist á aðdáendasvæðinu í París Fjöldi Íslendinga var á svæðinu og mikil hræðsla greip um sig. 3. júlí 2016 12:05 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
Þeir voru þreyttir og myglaðir stuðningsmennirir sem skiluðu sér til Parísar á tíunda tímanum í morgun. Þá voru liðnar um sautján klukkustundir síðan spenntir ferðalangarnir mættu í Leifsstöð á leið til Frakklands þar sem karlalandslið þjóðanna í knattspyrnu mætast í kvöld í átta liða úrslitum á EM. Gríðarlega mikið var um að vera í Leifsstöð í gær en á þriðja tug flugferða voru frá Keflavíkurflugvelli til Frakklands um helgina. Mörgum seinkaði eitthvað en þeir 180 sem áttu að fara með leiguflugi klukkan 18:45 í gærkvöldi lentu heldur betur í veseni. Ballið byrjaði þegar brunavarnakerfið í flugstöðinni fór í gang um sexleytið. Farþegarnir voru í þann mund að fara að hliðinu þegar allir þurftu að yfirgefa bygginguna. Eftir að gengið hafði verið úr skugga um að allt væri í lagi þurftu farþegarnir að fara aftur í gegnum öryggisleit. Nýr brottfarartími var 20:15 en aftur varð seinkun á því og fór vélin í loftið um klukkan 21. Flestum létt eftir vægt áfall í Keflavík. En fall er fararheill, eða hvað? átti flug til Frakklands en endaði í Amsterdam, annars geggjaður— Hákon Örn (@hakonmagg) July 2, 2016 Í háloftunum bárust farþegunum 180 svo ný skilaboð. Þar sem seinkun hefði orðið á brottför væri ekki lengur unnt að lenda á fyrirhuguðum lendingarstað, einhverja 150 kílómetra fyrir utan París þar sem rúta beið farþeganna. Flugvöllurinn þar lokar á miðnætti samkvæmt skilaboðum sem bárust farþegum. Í staðinn var ekkert annað að gera en að lenda í annarri evrópskri höfuðborg, Amsterdam.Sjá einnig:Fengu ekki lendingarleyfi á Charles de Gaul Upphaflega hafði verið selt í ferðina á þeim forsendum að um beint flug til Parísar væri að ræða en síðar kom í ljós að ekki yrði unnt að lenda í frönsku höfuðborginni. Þá var ákveðið að lenda á fyrrnefndum flugvelli sem reyndist svo ekki unnt að lenda á, líkast til vegna fyrrnefndar seiknkunar. Vitaferðir, selja beint flug til Charles de Gaulle, breyta úr því yfir í sveitaflugvöll, En lenda svo í AMSTERDAM!! Hvað eru menn að reykja— Guðjón Már Magnússon (@Gudjon_Mar) July 2, 2016 Í Amsterdam fóru svo farþegarnir upp í rútu og við tók löng rútuferð frá hollensku borginni til Parísar þangað sem Íslendingarnir 180 mættu svo á tíunda tímanum í morgun. Ljóst er að margir munu nýta fyrri hluta dags í að sofa úr sér ferðaþreytuna til að vera klár í slaginn fyrir átökin í kvöld þegar átta til tíu þúsund íslenskir stuðningsmenn mæta um sjötíu þúsund stuðningsmönnum Frakka á Stade de France.Lúðvík Arnarsson hjá Vita, sem skipulögðu ferðina, segir að álagið í Leifsstöð í gær hafi verið mikið og rýmingin hafi ekki hjálpað til. Í skoðun sé hvers vegna ekki var hægt að lenda flugvélinni á fyrrnefndum flugvelli í Frakklandi. Honum þyki leiðinlegt hvernig fór en sem betur fer hafi allir farþegar komist til Parísar á endanum og nái leiknum. Nú verði réttindi farþega varðandi bætur teknar til skoðunar. Svona lítur beint flug til Parísar með Vita ferðum út #vita #emísland #fotboltinet A photo posted by Sigurður Svavarsson (@sigurdurvs) on Jul 2, 2016 at 5:40pm PDT
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15 121 slasaðist í troðningnum eftir að sprenging heyrðist á aðdáendasvæðinu í París Fjöldi Íslendinga var á svæðinu og mikil hræðsla greip um sig. 3. júlí 2016 12:05 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
„Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15
121 slasaðist í troðningnum eftir að sprenging heyrðist á aðdáendasvæðinu í París Fjöldi Íslendinga var á svæðinu og mikil hræðsla greip um sig. 3. júlí 2016 12:05