Eigandi Jóa útherja hefur aldrei upplifað annað eins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júlí 2016 23:20 Valdimar P. Magnússon með Guðmundi Benediktssyni í Jóa útherja á dögunum. vísir Valdimar P. Magnússon eigandi íþróttavöruverslunarinnar Jóa Útherja var úti á landi þegar Vísir náði tali af honum núna í kvöld. Hann var því fjarri góðu gamni eins og hann orðaði það þegar verslunin var opnuð í kvöld til þess að selja íslenskar landsliðstreyjur sem komu til landsins síðdegis. „Ég er bara það heppinn að eiga gott starfsfólk sem stóð vaktina í allri þessari vitleysu. Ég er ekki búinn að heyra frá þeim en þetta er auðvitað bara algjör Öskubuskudraumur. Við fengum á bilinu 400-500 treyjur og við eigum von á því að þær seljist upp en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun hvort það verður eitthvað eftir eða hvort við fáum fleiri,“ segir Valdimar í samtali við Vísi. Hann hefur rekið verslunina frá árinu 1999 og hefur hún skapað sér sess á meðal knattspyrnuiðkenda-og áhugamanna sem ein besta búðin þegar kemur að fótboltavörum. Valdimar segist aldrei hafa upplifað annað eins og núna í tengslum við Evrópumótið í knattspyrnu enda hefur áhuginn á íslenska karlalandsliðinu líklega aldrei verið meiri. Löng röð myndaðist við verslunina í kvöld og var hleypt inn í hollum. „Við reyndum bara að gera gott úr þessu og við viljum auðvitað að allir fái sitt,“ segir Valdimar. Aðspurður hvort honum finnist landsliðstreyjan flott segir hann: „Ég er nú engin tískulögga en ég var strax hrifinn af henni þegar ég sá hana um áramótin. Ég ímyndaði mér að hún myndi slá í gegn og það hefur hún gert. Mér finnst hún ennþá flott en ég hlakka samt til að fá nýtt lúkk.“ Valdimar er ekki í vafa þegar blaðamaður fiskar upp úr honum spá fyrir leik strákanna okkar gegn Frökkum á morgun. „Þetta fer eins og Englandsleikurinn. Við vinnum 2-1.“ Tengdar fréttir Sjötíu landsliðstreyjur til sölu í Ellingsen Verslunin opnar klukkan 21. 2. júlí 2016 20:48 Löng röð við Jóa útherja Það er greinilegt að mikil eftirspurn er eftir íslensku landsliðstreyjunni á meðal þjóðarinnar 2. júlí 2016 21:24 Símkerfið brann yfir hjá Errea-umboðinu: Reikna með nýrri sendingu í kvöld Von er á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum til landsins í kvöld. 2. júlí 2016 12:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Valdimar P. Magnússon eigandi íþróttavöruverslunarinnar Jóa Útherja var úti á landi þegar Vísir náði tali af honum núna í kvöld. Hann var því fjarri góðu gamni eins og hann orðaði það þegar verslunin var opnuð í kvöld til þess að selja íslenskar landsliðstreyjur sem komu til landsins síðdegis. „Ég er bara það heppinn að eiga gott starfsfólk sem stóð vaktina í allri þessari vitleysu. Ég er ekki búinn að heyra frá þeim en þetta er auðvitað bara algjör Öskubuskudraumur. Við fengum á bilinu 400-500 treyjur og við eigum von á því að þær seljist upp en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun hvort það verður eitthvað eftir eða hvort við fáum fleiri,“ segir Valdimar í samtali við Vísi. Hann hefur rekið verslunina frá árinu 1999 og hefur hún skapað sér sess á meðal knattspyrnuiðkenda-og áhugamanna sem ein besta búðin þegar kemur að fótboltavörum. Valdimar segist aldrei hafa upplifað annað eins og núna í tengslum við Evrópumótið í knattspyrnu enda hefur áhuginn á íslenska karlalandsliðinu líklega aldrei verið meiri. Löng röð myndaðist við verslunina í kvöld og var hleypt inn í hollum. „Við reyndum bara að gera gott úr þessu og við viljum auðvitað að allir fái sitt,“ segir Valdimar. Aðspurður hvort honum finnist landsliðstreyjan flott segir hann: „Ég er nú engin tískulögga en ég var strax hrifinn af henni þegar ég sá hana um áramótin. Ég ímyndaði mér að hún myndi slá í gegn og það hefur hún gert. Mér finnst hún ennþá flott en ég hlakka samt til að fá nýtt lúkk.“ Valdimar er ekki í vafa þegar blaðamaður fiskar upp úr honum spá fyrir leik strákanna okkar gegn Frökkum á morgun. „Þetta fer eins og Englandsleikurinn. Við vinnum 2-1.“
Tengdar fréttir Sjötíu landsliðstreyjur til sölu í Ellingsen Verslunin opnar klukkan 21. 2. júlí 2016 20:48 Löng röð við Jóa útherja Það er greinilegt að mikil eftirspurn er eftir íslensku landsliðstreyjunni á meðal þjóðarinnar 2. júlí 2016 21:24 Símkerfið brann yfir hjá Errea-umboðinu: Reikna með nýrri sendingu í kvöld Von er á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum til landsins í kvöld. 2. júlí 2016 12:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Löng röð við Jóa útherja Það er greinilegt að mikil eftirspurn er eftir íslensku landsliðstreyjunni á meðal þjóðarinnar 2. júlí 2016 21:24
Símkerfið brann yfir hjá Errea-umboðinu: Reikna með nýrri sendingu í kvöld Von er á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum til landsins í kvöld. 2. júlí 2016 12:33