Erlent

Afbrýðisamur eiginmaður myrti konu sína og fjóra aðra á kaffihúsi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Afbrýðissemi er sögð vera ástæða skotárásarinnar.
Afbrýðissemi er sögð vera ástæða skotárásarinnar. Vísir/EPA
Fimm eru látnir og minnst tuttugu særðir eftir að byssumaður hóf skothríð á kaffihúsi í bænum Zrenjanin í norðausturhluta Serbíu.

Lögregla segir að eitt fórnarlamba mannsins hafi verið eiginkona hans. Hafi hann skotið hana og aðra konu sem var stödd á kaffihúsinu áður en hann hóf að skjóta gesti kaffihússins af handahófi.

Þrjú börn eru meðal þeirra sem særðust í árásinni að sögn lögregluyfirvalda. Byssumaðurinn var handtekinn en ástæða skotárásarinnar er sögð vera afbrýðisemi.

Vitni greina frá því að maðurinn hafi komið á kaffihúsið og séð eiginkonu sína í hópi vina. Hann hafi yfirgefið kaffihúsið en snúið aftur með byssu í hönd og hafið skothríðina.

Innanríkisráðherra Serbíu segir að gestum kaffihússins hafi að lokum tekist að yfirbuga manninn áður en hann var handtekinn og færður í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×