Viðskipti innlent

Bílasala jókst um 38 prósent á fyrri hluta ársins

ingvar haraldsson skrifar
Bílasala gengur betur en síðustu ár.
Bílasala gengur betur en síðustu ár.
Sala á nýjum fólksbílum á fyrstu sex mánuðum ársins jókst um 38% miðað við sama tíma á í fyrra.

Nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 12.125 á móti 8.784 á sama tímabili árið 2015 sem er aukning um 3.341 bíla. Bílaleigur kaupa nær helming bílanna.

Bílaleigubílarnir skila sér yfirleitt á almennan markað eftir um 15 mánuði samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu.

Þá skili endurnýjun bílaflotans sér í að fleiri sparneytnari bílar verði á götunum sem mengi minna og auki öryggi í umferðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×