Erlent

Zara Larsson úthúðaði strákum eftir nauðgun í áhorfendaskaranum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Zara Larsson lét stráka heyra það á Twitter.
Zara Larsson lét stráka heyra það á Twitter. vísir/getty
Konu á þrítugsaldri var nauðgað á Bråvalla-tónlistarhátíðinni í Norrköping í gær. Konan stóð í miðjum áhorfendaskaranum á tónleikum Zöru Larsson þegar maður, sem stóð fyrir aftan hana, misnotaði hana.

Í samtali við Aftonbladet staðfestir talsmaður lögreglunnar að kæra hafi borist. „Konunni var svo brugðið að hún hljóp tafarlaust í burtu án þess að líta aftur fyrir sig.“ Engar lýsing er til á gerandanum.

Söngkonan Zara Larsson tjáði sig um atvikið á Twitter í dag. „Til fjandans með þig sem nauðgaðir stelpu í miðjum áhorfendaskaranum. Þú átt skilið að brenna í helvíti. Til fjandans með ykkur stráka sem látið stelpur á tónlistarhátíðum finna fyrir óöryggi. Ég hata stráka. Hata, hata hata.“

Nauðgunin var ekki eina brotið sem kært var til lögreglu á hátíðinni. Fjórar kærur vegna kynferðislegrar áreitni bárust á borð lögreglu. Ekkert er vitað um gerendurna í málunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×