Erlent

Unnu 64 milljarða í lottói

Samúel Karl Ólason skrifar
Hjón í Bandaríkjunum unnu 528,8 milljónir dala í Powerball lottóinu í Bandaríkjunum. Þau sóttu þó ekki verðlaunin fyrr en hálfu ári eftir að dregið var úr pottinum. Áður höfðu tveir aðilar sótt sína hluta sem voru minni en þeirra hjóna.

Um er að ræða stærsta verðlaunapott í sögu Bandaríkjanna.

Í heildina var vinningur þeirra hjóna um 64 milljarðar króna. Þau hefðu þó einungis fengið þá upphæð ef þau hefðu kosið að fá vinningnum úthlutað á 30 árum. Þau kusu þess í stað að fá peningana í einni greiðslu og því fengu þau einungis tæpa 40 milljarða króna.

Þau Marvin og Mae Acosta hafa ekki viljað ræða við fjölmiðla í Bandaríkjunum en sendu frá sér yfirlýsingu eftir að þó sóttu vinninginn í dag og sögðust vera þakklát.

Þau hafa sett verðlaunaféð í sérstakan sjóð og segjast einnig hafa veitt hluta af því til góðgerðarmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×