Fjarlægðu skilti sem eiga að vara ökumenn við hættum Reykjanesbrautar Birgir Olgeirsson skrifar 19. júlí 2016 13:19 Vegagerðin fjarlægði í morgun skilti sem ætlað er að vara ökumenn við hættulegum vegarkafla á Reykjanesbraut. Um er að ræða gatnamót Hafnarvegar og Reykjanesbrautar þar sem alvarleg slys hafa orðið í gegnum tíðina en banaslys varð þar 7. júlí síðastliðinn. Í kjölfar banaslyssins var hópurinn „Stopp hingað og ekki lengra“ stofnaður á Facebook en markmið hans er að fá stjórnvöld til að klára tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði til Keflavíkurflugvallar.Banaslysið varð þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi en það var á áætlun í ágúst í fyrra þegar tilkynnt var um framkvæmdir við hringtorg við Stekk í Njarðvík að vinstri beygja yrði bönnuð frá Hafnavegi.Það kom þó aldrei til þess en meðlimir hópsins hafa farið fram á að þrjár vinstri beygjur á gatnamótum milli hringtorgsins við Fitjar og hringtorgsins við Keflavíkurflugvöll verði bannaðar strax.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir þetta skilti sem Vegagerðin tók niður vera ólöglegt. Það var inni á veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar og enginn hafi leyfi til að setja neitt þar upp nema Vegagerðin. „Þar að auki eru þessi skilti á mjög óheppilegum stöðum þannig að þau skapa frekar hættu en að minnka hana,“ segir G. Pétur. Hann segir skiltið hafa verið alveg við gangbraut og Vegagerðin setji aldrei neitt slíkt nálægt Hringtorgi. Ef setja á svona skilti til að vekja ökumenn til umhugsunar þurfi það að gerast í samráði við Vegagerðina. „Hópurinn verður að tala við okkur ef hann hefur einhvern áhuga á þessu. Það er ekki okkar að leita eftir því.“ Atli Már Gylfason, blaðamaður og talsmaður hópsins, sagði í samtali við RÚV fyrr í dag að forsvarsmenn hópsins hafi átt fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra og Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í morgun þar sem farið var yfir kröfur hópsins. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Vegagerðin fjarlægði í morgun skilti sem ætlað er að vara ökumenn við hættulegum vegarkafla á Reykjanesbraut. Um er að ræða gatnamót Hafnarvegar og Reykjanesbrautar þar sem alvarleg slys hafa orðið í gegnum tíðina en banaslys varð þar 7. júlí síðastliðinn. Í kjölfar banaslyssins var hópurinn „Stopp hingað og ekki lengra“ stofnaður á Facebook en markmið hans er að fá stjórnvöld til að klára tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði til Keflavíkurflugvallar.Banaslysið varð þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi en það var á áætlun í ágúst í fyrra þegar tilkynnt var um framkvæmdir við hringtorg við Stekk í Njarðvík að vinstri beygja yrði bönnuð frá Hafnavegi.Það kom þó aldrei til þess en meðlimir hópsins hafa farið fram á að þrjár vinstri beygjur á gatnamótum milli hringtorgsins við Fitjar og hringtorgsins við Keflavíkurflugvöll verði bannaðar strax.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir þetta skilti sem Vegagerðin tók niður vera ólöglegt. Það var inni á veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar og enginn hafi leyfi til að setja neitt þar upp nema Vegagerðin. „Þar að auki eru þessi skilti á mjög óheppilegum stöðum þannig að þau skapa frekar hættu en að minnka hana,“ segir G. Pétur. Hann segir skiltið hafa verið alveg við gangbraut og Vegagerðin setji aldrei neitt slíkt nálægt Hringtorgi. Ef setja á svona skilti til að vekja ökumenn til umhugsunar þurfi það að gerast í samráði við Vegagerðina. „Hópurinn verður að tala við okkur ef hann hefur einhvern áhuga á þessu. Það er ekki okkar að leita eftir því.“ Atli Már Gylfason, blaðamaður og talsmaður hópsins, sagði í samtali við RÚV fyrr í dag að forsvarsmenn hópsins hafi átt fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra og Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í morgun þar sem farið var yfir kröfur hópsins.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira