Lífið

Tveggja ára reykti hann tvo pakka á dag en núna leikur lífið við hann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heimurinn fékk sjokk á sínum tíma þegar myndir birtust af Ardi Rizal í fjölmiðlum þar sem hann var með sígarettu og reykti hana af bestu list. Þá var Rizal aðeins tveggja ára og reykti um tvo pakka á dag.

Rizal er frá Indónesíu og varð hann á einu augabragði eitt frægasta barn í heimi. Myndirnar vöktu það mikla athygli að stjórnvöld í Indónesíu urðu að grípa inn í og koma fram með áætlun til að sporna við barnareykingum.  

Ardi Rizal fékk fljótlega aðstoð við fíkn sinni og náði tökum á reykingunum. Þess í stað fór Rizal að borða mikið og sótti í óholla fæðu. Nokkrum árum síðar barðist hann við töluverða ofþyngd. Nú hefur hann lært að borða hollt og náð betri tökum á þyngd sinni.

Í dag er hann átta ára og það má segja að lífið leiki við hann eins og sjá má hér að neðan. Þar má einnig sjá myndbandið fræga sem birtist á CNN árið 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×