Erlent

Ætla að endurnýja kjarnorkuvopn sín

Samúel Karl Ólason skrifar
Breskur kafbátur af gerðinni Vanguard.
Breskur kafbátur af gerðinni Vanguard. Vísir/EPA
Mikill meirihluti þingmanna í Bretlandi kaus í dag að endurnýja kjarnorkuvopn landsins. Til stendur að byggja fjóra nýja kafbáta sem ætlað er að bera kjarnorkuvopn Bretlands. Reiknað er með að kafbátarnir verði teknir í notkun í byrjun fjórða áratugarins.

Kostnaður verkefnisins er metinn um 31 milljarður punda. Það samsvarar um fimm billjónum króna.

Trident vopnakerfið svokallaða er sem sagt fjórir kafbátar sem geta borið allt að sextán Trident II D5 kjarnorkuflaugar. Hver slík flaug inniheldur allt að átta kjarnorkuvopn.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði að það væri gífurlega óábyrgt að leggja kjarnorkuvopn Breta til hliðar.

Michael Fallon, varnarmálaráðherra, sagði kjarnorkuvá heimsins vera að aukast og að Trident kerfið stæði vörð um Bretland og hefði gert það í rúm 50 ár. Meðal annars stæði Bretum ógn af kjarnorkuvopnavæðingu Norður-Kóreu og auknum hernaðarumsvifum Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×