Erlent

Fangelsi fyrir að kúga dóttur sína

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Karlmaður á fimmtugsaldri sem þvingaði dóttur sína í fyrra til að giftast manni í Afganistan sem hún þekkti ekki, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í undirrétti í Lundi. Dóttirin, sem er 23 ára og býr nú á vernduðum dvalarstað, sagði föður sinn hafa hótað sér lífláti.

Faðirinn og tveir aðrir menn voru jafnframt ákærðir fyrir að ræna kærasta dótturinnar sem er frá Landskrona í Svíþjóð eins og hún. Honum var hótað lífláti auk þess sem hann var beittur ofbeldi, þar á meðal kynferðislegu ofbeldi.

Faðirinn neitar öllum sakargiftum og ætlar að áfrýja. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí




Fleiri fréttir

Sjá meira


×