Erlent

Búið að bera kennsl á árásamanninn

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Aðbúnaður lögreglu í Baton Rouge er gífurlegur.
Aðbúnaður lögreglu í Baton Rouge er gífurlegur. Vísir/Getty
Búið er að bera kennsl á árásarmanninn sem féll í skotbardaga við lögreglu eftir að þrír lögreglumenn voru myrtir í Baton Rouge í dag. Hann hét Gavin Long og var 29 ára blökkumaður. Maðurinn sem var skotinn af lögreglu átti afmæli í dag.

Ástandið í Baton Rouge er enn nokkuð eldfimt en lögreglan hélt blaðamannafundi fyrr í kvöld til þess að tilkynna að engir skotbardagar ættu sér lengur stað í bænum. Talað er um að hugsanlega hafi verið um fleiri en einn árásarmann að ræða en engar tilkynningar hafa borist um handtökur á staðnum. Talað er um að hugsanlegt sé að tveir aðrir árásarmann leiki enn lausum hala.

Árásarmaðurinn sem var felldur var klæddur í svart frá toppi til táar og er talið að ef um fleiri hafi verið að ræða að þeir séu eins klæddir. Lögreglan hefur beðið almenning um að tilkynna ef sést til slíkra manna í bænum.

Árásin átti sér stað nálægt veitingastað við einn fjölfarnasta veg bæjarins þar sem lögreglumenn eru tíðir gestir.

Fréttastofa CNN greindi frá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×