Ný salerni í borginni fyrir hálfan milljarð Sæunn Gísladóttir skrifar 18. júlí 2016 07:00 Hildur Sverrisdóttir leggur frekar til að verja fjármununum í að endurbyggja Núllið við bankastræti eða byggja almenningssalerni neðanjarðar. Vísir/Eyþór Starfshópur leggur til að 535 milljónum króna verði varið í uppbyggingu almenningssalerna í borginni. Þetta kemur fram í drögum að nýrri skýrslu, Almenningssalerni í Reykjavík – stefna og staða 2016, sem kynnt var fyrir umhverfis- og skipulagsráði nýlega. Í drögunum kemur fram að á síðastliðnum áratug hafi fjölda almenningssalerna verið lokað og veruleg þörf sé á fleiri almenningssalernum í ljósi aukins fjölda ferðamanna í Reykjavík. Rekstraraðilar veitingahúsa í miðbænum kvarti mjög undan ágangi ferðamanna sem þurfi að komast á salerni. Auk þess sé þörf á að bæta aðstöðu fatlaðra og barnafólks á þeim almenningssalernum sem fyrir eru.Hildur Sverrisdóttir, aðalmaður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði.Lagt er til að endurnýja þau sjö sjálfvirku salerni sem eru í miðbænum og byggja ný almenningssalerni með aðgengi fyrir alla á tólf stöðum, meðal annars við Ægisíðu, Nauthólsvík og Esjuna. Einnig að varið verði um sjö milljónum til að bæta merkingar, aðgengi og upplýsingagjöf. Í skýrslunni kemur ekki fram hvort einkafyrirtæki eða Reykjavíkurborg myndu reka salernin eða hvort gjald yrði tekið fyrir notkun, en að meðaltali kostar rekstur hvers salernis um tvær milljónir króna á ári. Hildur Sverrisdóttir, aðalmaður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði, telur að verið sé að leggja í of miklar framkvæmdir. Hún sýni því skilning að bregðast þurfi við fjölgun ferðamanna en hún óttist að þetta sé skammtímalausn. „Þegar við erum að tala um svona miklar framkvæmdir og svona mikla peninga, af hverju skoðum við þá ekki varanlegri, og almennilegri, lausnir?“ Hildur segir að til dæmis væri hægt að byggja almenningssalerni neðanjarðar eða nota fjármunina til að endurbyggja Núllið svo það henti þörfum allra. Hún telur að minnsta kosti ekki nauðsynlegt að setja fjármuni í klósettmannvirki á öðru hverju horni. „Ef allar þessar tillögur ná fram að ganga þá verður almenningsklósett með nánast tíu metra millibili,“ segir hún. Hildur tekur vel í þá hugmynd sem nefnd er í drögunum að borgin geri samkomulag í gegnum leigusamning við aðila sem reki salerni, til dæmis sundlaugar og menningarhús, um að þau þjóni almenningi og hægt sé að vísa á þau sem slík. Ekki náðist í Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs, við vinnslu þessarar fréttar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Starfshópur leggur til að 535 milljónum króna verði varið í uppbyggingu almenningssalerna í borginni. Þetta kemur fram í drögum að nýrri skýrslu, Almenningssalerni í Reykjavík – stefna og staða 2016, sem kynnt var fyrir umhverfis- og skipulagsráði nýlega. Í drögunum kemur fram að á síðastliðnum áratug hafi fjölda almenningssalerna verið lokað og veruleg þörf sé á fleiri almenningssalernum í ljósi aukins fjölda ferðamanna í Reykjavík. Rekstraraðilar veitingahúsa í miðbænum kvarti mjög undan ágangi ferðamanna sem þurfi að komast á salerni. Auk þess sé þörf á að bæta aðstöðu fatlaðra og barnafólks á þeim almenningssalernum sem fyrir eru.Hildur Sverrisdóttir, aðalmaður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði.Lagt er til að endurnýja þau sjö sjálfvirku salerni sem eru í miðbænum og byggja ný almenningssalerni með aðgengi fyrir alla á tólf stöðum, meðal annars við Ægisíðu, Nauthólsvík og Esjuna. Einnig að varið verði um sjö milljónum til að bæta merkingar, aðgengi og upplýsingagjöf. Í skýrslunni kemur ekki fram hvort einkafyrirtæki eða Reykjavíkurborg myndu reka salernin eða hvort gjald yrði tekið fyrir notkun, en að meðaltali kostar rekstur hvers salernis um tvær milljónir króna á ári. Hildur Sverrisdóttir, aðalmaður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði, telur að verið sé að leggja í of miklar framkvæmdir. Hún sýni því skilning að bregðast þurfi við fjölgun ferðamanna en hún óttist að þetta sé skammtímalausn. „Þegar við erum að tala um svona miklar framkvæmdir og svona mikla peninga, af hverju skoðum við þá ekki varanlegri, og almennilegri, lausnir?“ Hildur segir að til dæmis væri hægt að byggja almenningssalerni neðanjarðar eða nota fjármunina til að endurbyggja Núllið svo það henti þörfum allra. Hún telur að minnsta kosti ekki nauðsynlegt að setja fjármuni í klósettmannvirki á öðru hverju horni. „Ef allar þessar tillögur ná fram að ganga þá verður almenningsklósett með nánast tíu metra millibili,“ segir hún. Hildur tekur vel í þá hugmynd sem nefnd er í drögunum að borgin geri samkomulag í gegnum leigusamning við aðila sem reki salerni, til dæmis sundlaugar og menningarhús, um að þau þjóni almenningi og hægt sé að vísa á þau sem slík. Ekki náðist í Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs, við vinnslu þessarar fréttar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira