Viðskipti innlent

Opnun Costco á Íslandi frestast

Sæunn Gísladóttir skrifar
Verslun Costco verður opnuð í Garðabæ í lok mars á næsta ári.
Verslun Costco verður opnuð í Garðabæ í lok mars á næsta ári. Vísir/AFP
Verslun bandaríska smásölurisans Costco verður opnuð hér á landi í marslok 2017, en ekki á þessu ári eins og áður stóð til. Ástæða seinkunarinnar er að verkið frestast vegna tæknilegra atriða.

„Það er stefnt að því að opna í enda mars. Frágangur á kaupsamningi tafðist. Þeir eru voðalega nákvæmir á öllum hlutum og vildu hafa allt 100 prósent á hreinu áður en þeir byrjuðu,“ segir Samúel Guðmundsson, hjá Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar.

Í byrjun árs 2015 var fyrst greint frá því að Costco hygðist opna verslun í Kauptúni í Garðabæ. Fyrst var stefnt að því að verslunin yrði opnuð fyrri hluta árs 2016. Í mars greindi svo Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, frá því að verslunin yrði opnuð í nóvember ef allt gengi að óskum og að framkvæmdir ættu að hefjast nú í júní. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir

Costco opnar í nóvember

„Það ánægjulega í þessu öllu saman er að almenningur sér fram á lækkun á vöruverði,“ segir bæjarstjóri Garðabæjar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×