Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Una Sighvatsdóttir skrifar 16. júlí 2016 14:16 Ingibjörg Sólrún (t.h.) er búsett í Istanbúl þar sem voru átök í gær (t.v.) Vísir/Getty Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem búsett er í Istanbúl segir að þar hafi heyrst skot og sprengingar frameftir nóttu en í morgun hafi fallið á ró. Greinilegt sé þó að fólk hafi varann á og fáir séu á ferli. Ingibjörg Sólrún er svæðisstjóri UN Women í Evrópu og Asíu og hefur verið búsett í Istanbúl um nokkurra ára skeið. Hún segist lítið hafa orðið vör við ófriðinn framan af kvöldi í sínu hverfi. „En hinsvegar að þegar leið á nóttina þá ágerðist sérstaklega flug á herþotum, þær flugu greinilega lágt hér yfir Istanbul og rufu hljóðmúrinn, sem var satt að segja mjög óþægilegt því það hljómar eins og sprengja þegar þær fara í gegn þannig að það voru óhugnanleg hljóð hérna frameftir nóttu og einhver skot heyrðum við og allavega eina sprengju en svo brast á friður, ef við getum sagt sem svo seinni hluta nætur.”Nú er Erdogan umdeildur maður og það eru fordæmi fyrir valdaránum hersins í Tyrklandi, en þetta samt kom mjög óvænt er það ekki?Einn notandi Twitter birti þessa mynd af skriðdrekum í Istanbúl.Twitter„Ég held að flestir hafi nú reiknað með að þessir tilburðir hersins til valdaráns tilheyrðu 20. Öldinni og þetta væri bara liðin tíð og núna 2016 held ég að fæstir hafi átt von á þessu.“ Ingibjörg Sólrún segir að Tyrkir hafi almennt ekki stutt þessa valdaránstilraun, hvar sem þeir standi í pólitík, enda hafi stjórnarandstæðan strax fordæmt hana. „Hinsvegar með Erdogan þá er þetta tvískipt, annars vegar hefur hann mjög öflugan stuðning meðal rúmlega helmings þjóðarinnar sem styður hann í einu og öllu, svo aftur á móti er það stór minnihluti sem er honum andsnúinn. Þannig að þetta er mjög tvískipt þjóð og fólkið sem svaraði kallinu í nótt ég geri ráð fyrir að það hafi verið ekki síst hans stuðningsmenn.“ Við fyrstu sýn virðist því sem staða Erdogans hafi styrkst fremur en hitt við valdaránstilraunina. „Það er auðvitað ákveðin áhætta í því fólgin að kalla fólk út á göturnar en um leið er þetta mjög öflug aðgerð. Því þetta sýnir mjög mikinn styrk að gera þetta og þegar fólkið kemur út á göturnar og mætir skriðdrekunum þá er þetta almenningur andspænis hernum.” Ingibjörg Sólrún segir að valdaránstilraunin hafi ekki verið það sem Tyrkland þurfi mest á að halda nú á viðkvæmum tímum. „Þetta er auðvitað mjög óheppilegt ef við getum orðað það þannig því Tyrkland er mjög mikilvægt ríki pólitískt og landfræðilega milli Evrópu og Norður-Afríku og Miðausturlanda og mjög mikilvægt að það sé ákveðinn stöðugleiki í Tyrklandi til að auðvelda að takast á við ástandið hér sunnan við landið.” Tengdar fréttir Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Umræða um að innleiða dauðarefsinguna í lög á ný hefur gert vart við sig í Tyrklandi. 16. júlí 2016 10:14 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 179 Íslendingar eru í sólarlandaferð í Tyrklandi Flug í Tyrklandi liggur niðri en vonir standa til þess að flugsamgöngur komist í lag sem fyrst. 16. júlí 2016 11:11 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem búsett er í Istanbúl segir að þar hafi heyrst skot og sprengingar frameftir nóttu en í morgun hafi fallið á ró. Greinilegt sé þó að fólk hafi varann á og fáir séu á ferli. Ingibjörg Sólrún er svæðisstjóri UN Women í Evrópu og Asíu og hefur verið búsett í Istanbúl um nokkurra ára skeið. Hún segist lítið hafa orðið vör við ófriðinn framan af kvöldi í sínu hverfi. „En hinsvegar að þegar leið á nóttina þá ágerðist sérstaklega flug á herþotum, þær flugu greinilega lágt hér yfir Istanbul og rufu hljóðmúrinn, sem var satt að segja mjög óþægilegt því það hljómar eins og sprengja þegar þær fara í gegn þannig að það voru óhugnanleg hljóð hérna frameftir nóttu og einhver skot heyrðum við og allavega eina sprengju en svo brast á friður, ef við getum sagt sem svo seinni hluta nætur.”Nú er Erdogan umdeildur maður og það eru fordæmi fyrir valdaránum hersins í Tyrklandi, en þetta samt kom mjög óvænt er það ekki?Einn notandi Twitter birti þessa mynd af skriðdrekum í Istanbúl.Twitter„Ég held að flestir hafi nú reiknað með að þessir tilburðir hersins til valdaráns tilheyrðu 20. Öldinni og þetta væri bara liðin tíð og núna 2016 held ég að fæstir hafi átt von á þessu.“ Ingibjörg Sólrún segir að Tyrkir hafi almennt ekki stutt þessa valdaránstilraun, hvar sem þeir standi í pólitík, enda hafi stjórnarandstæðan strax fordæmt hana. „Hinsvegar með Erdogan þá er þetta tvískipt, annars vegar hefur hann mjög öflugan stuðning meðal rúmlega helmings þjóðarinnar sem styður hann í einu og öllu, svo aftur á móti er það stór minnihluti sem er honum andsnúinn. Þannig að þetta er mjög tvískipt þjóð og fólkið sem svaraði kallinu í nótt ég geri ráð fyrir að það hafi verið ekki síst hans stuðningsmenn.“ Við fyrstu sýn virðist því sem staða Erdogans hafi styrkst fremur en hitt við valdaránstilraunina. „Það er auðvitað ákveðin áhætta í því fólgin að kalla fólk út á göturnar en um leið er þetta mjög öflug aðgerð. Því þetta sýnir mjög mikinn styrk að gera þetta og þegar fólkið kemur út á göturnar og mætir skriðdrekunum þá er þetta almenningur andspænis hernum.” Ingibjörg Sólrún segir að valdaránstilraunin hafi ekki verið það sem Tyrkland þurfi mest á að halda nú á viðkvæmum tímum. „Þetta er auðvitað mjög óheppilegt ef við getum orðað það þannig því Tyrkland er mjög mikilvægt ríki pólitískt og landfræðilega milli Evrópu og Norður-Afríku og Miðausturlanda og mjög mikilvægt að það sé ákveðinn stöðugleiki í Tyrklandi til að auðvelda að takast á við ástandið hér sunnan við landið.”
Tengdar fréttir Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Umræða um að innleiða dauðarefsinguna í lög á ný hefur gert vart við sig í Tyrklandi. 16. júlí 2016 10:14 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 179 Íslendingar eru í sólarlandaferð í Tyrklandi Flug í Tyrklandi liggur niðri en vonir standa til þess að flugsamgöngur komist í lag sem fyrst. 16. júlí 2016 11:11 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Umræða um að innleiða dauðarefsinguna í lög á ný hefur gert vart við sig í Tyrklandi. 16. júlí 2016 10:14
Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32
179 Íslendingar eru í sólarlandaferð í Tyrklandi Flug í Tyrklandi liggur niðri en vonir standa til þess að flugsamgöngur komist í lag sem fyrst. 16. júlí 2016 11:11