Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Una Sighvatsdóttir skrifar 16. júlí 2016 14:16 Ingibjörg Sólrún (t.h.) er búsett í Istanbúl þar sem voru átök í gær (t.v.) Vísir/Getty Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem búsett er í Istanbúl segir að þar hafi heyrst skot og sprengingar frameftir nóttu en í morgun hafi fallið á ró. Greinilegt sé þó að fólk hafi varann á og fáir séu á ferli. Ingibjörg Sólrún er svæðisstjóri UN Women í Evrópu og Asíu og hefur verið búsett í Istanbúl um nokkurra ára skeið. Hún segist lítið hafa orðið vör við ófriðinn framan af kvöldi í sínu hverfi. „En hinsvegar að þegar leið á nóttina þá ágerðist sérstaklega flug á herþotum, þær flugu greinilega lágt hér yfir Istanbul og rufu hljóðmúrinn, sem var satt að segja mjög óþægilegt því það hljómar eins og sprengja þegar þær fara í gegn þannig að það voru óhugnanleg hljóð hérna frameftir nóttu og einhver skot heyrðum við og allavega eina sprengju en svo brast á friður, ef við getum sagt sem svo seinni hluta nætur.”Nú er Erdogan umdeildur maður og það eru fordæmi fyrir valdaránum hersins í Tyrklandi, en þetta samt kom mjög óvænt er það ekki?Einn notandi Twitter birti þessa mynd af skriðdrekum í Istanbúl.Twitter„Ég held að flestir hafi nú reiknað með að þessir tilburðir hersins til valdaráns tilheyrðu 20. Öldinni og þetta væri bara liðin tíð og núna 2016 held ég að fæstir hafi átt von á þessu.“ Ingibjörg Sólrún segir að Tyrkir hafi almennt ekki stutt þessa valdaránstilraun, hvar sem þeir standi í pólitík, enda hafi stjórnarandstæðan strax fordæmt hana. „Hinsvegar með Erdogan þá er þetta tvískipt, annars vegar hefur hann mjög öflugan stuðning meðal rúmlega helmings þjóðarinnar sem styður hann í einu og öllu, svo aftur á móti er það stór minnihluti sem er honum andsnúinn. Þannig að þetta er mjög tvískipt þjóð og fólkið sem svaraði kallinu í nótt ég geri ráð fyrir að það hafi verið ekki síst hans stuðningsmenn.“ Við fyrstu sýn virðist því sem staða Erdogans hafi styrkst fremur en hitt við valdaránstilraunina. „Það er auðvitað ákveðin áhætta í því fólgin að kalla fólk út á göturnar en um leið er þetta mjög öflug aðgerð. Því þetta sýnir mjög mikinn styrk að gera þetta og þegar fólkið kemur út á göturnar og mætir skriðdrekunum þá er þetta almenningur andspænis hernum.” Ingibjörg Sólrún segir að valdaránstilraunin hafi ekki verið það sem Tyrkland þurfi mest á að halda nú á viðkvæmum tímum. „Þetta er auðvitað mjög óheppilegt ef við getum orðað það þannig því Tyrkland er mjög mikilvægt ríki pólitískt og landfræðilega milli Evrópu og Norður-Afríku og Miðausturlanda og mjög mikilvægt að það sé ákveðinn stöðugleiki í Tyrklandi til að auðvelda að takast á við ástandið hér sunnan við landið.” Tengdar fréttir Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Umræða um að innleiða dauðarefsinguna í lög á ný hefur gert vart við sig í Tyrklandi. 16. júlí 2016 10:14 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 179 Íslendingar eru í sólarlandaferð í Tyrklandi Flug í Tyrklandi liggur niðri en vonir standa til þess að flugsamgöngur komist í lag sem fyrst. 16. júlí 2016 11:11 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem búsett er í Istanbúl segir að þar hafi heyrst skot og sprengingar frameftir nóttu en í morgun hafi fallið á ró. Greinilegt sé þó að fólk hafi varann á og fáir séu á ferli. Ingibjörg Sólrún er svæðisstjóri UN Women í Evrópu og Asíu og hefur verið búsett í Istanbúl um nokkurra ára skeið. Hún segist lítið hafa orðið vör við ófriðinn framan af kvöldi í sínu hverfi. „En hinsvegar að þegar leið á nóttina þá ágerðist sérstaklega flug á herþotum, þær flugu greinilega lágt hér yfir Istanbul og rufu hljóðmúrinn, sem var satt að segja mjög óþægilegt því það hljómar eins og sprengja þegar þær fara í gegn þannig að það voru óhugnanleg hljóð hérna frameftir nóttu og einhver skot heyrðum við og allavega eina sprengju en svo brast á friður, ef við getum sagt sem svo seinni hluta nætur.”Nú er Erdogan umdeildur maður og það eru fordæmi fyrir valdaránum hersins í Tyrklandi, en þetta samt kom mjög óvænt er það ekki?Einn notandi Twitter birti þessa mynd af skriðdrekum í Istanbúl.Twitter„Ég held að flestir hafi nú reiknað með að þessir tilburðir hersins til valdaráns tilheyrðu 20. Öldinni og þetta væri bara liðin tíð og núna 2016 held ég að fæstir hafi átt von á þessu.“ Ingibjörg Sólrún segir að Tyrkir hafi almennt ekki stutt þessa valdaránstilraun, hvar sem þeir standi í pólitík, enda hafi stjórnarandstæðan strax fordæmt hana. „Hinsvegar með Erdogan þá er þetta tvískipt, annars vegar hefur hann mjög öflugan stuðning meðal rúmlega helmings þjóðarinnar sem styður hann í einu og öllu, svo aftur á móti er það stór minnihluti sem er honum andsnúinn. Þannig að þetta er mjög tvískipt þjóð og fólkið sem svaraði kallinu í nótt ég geri ráð fyrir að það hafi verið ekki síst hans stuðningsmenn.“ Við fyrstu sýn virðist því sem staða Erdogans hafi styrkst fremur en hitt við valdaránstilraunina. „Það er auðvitað ákveðin áhætta í því fólgin að kalla fólk út á göturnar en um leið er þetta mjög öflug aðgerð. Því þetta sýnir mjög mikinn styrk að gera þetta og þegar fólkið kemur út á göturnar og mætir skriðdrekunum þá er þetta almenningur andspænis hernum.” Ingibjörg Sólrún segir að valdaránstilraunin hafi ekki verið það sem Tyrkland þurfi mest á að halda nú á viðkvæmum tímum. „Þetta er auðvitað mjög óheppilegt ef við getum orðað það þannig því Tyrkland er mjög mikilvægt ríki pólitískt og landfræðilega milli Evrópu og Norður-Afríku og Miðausturlanda og mjög mikilvægt að það sé ákveðinn stöðugleiki í Tyrklandi til að auðvelda að takast á við ástandið hér sunnan við landið.”
Tengdar fréttir Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Umræða um að innleiða dauðarefsinguna í lög á ný hefur gert vart við sig í Tyrklandi. 16. júlí 2016 10:14 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 179 Íslendingar eru í sólarlandaferð í Tyrklandi Flug í Tyrklandi liggur niðri en vonir standa til þess að flugsamgöngur komist í lag sem fyrst. 16. júlí 2016 11:11 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Umræða um að innleiða dauðarefsinguna í lög á ný hefur gert vart við sig í Tyrklandi. 16. júlí 2016 10:14
Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32
179 Íslendingar eru í sólarlandaferð í Tyrklandi Flug í Tyrklandi liggur niðri en vonir standa til þess að flugsamgöngur komist í lag sem fyrst. 16. júlí 2016 11:11