Erlent

Ingibjörg Sólrún: Fátt benti til valdaráns

Ingvar Haraldsson skrifar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, er staðsett í Istanbúl.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, er staðsett í Istanbúl. vísir/stefán/epa
„Það eru mjög mótsaganakenndar fréttir af þessu,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu, í Istanbúl í samtali við Vísi í þessu. Hún sagði fátt hafa bent til þess að herinn hyggðist reyna að ræna völdum í landinu.

„En auðvitað hefur ástandið verið að versna jafnt og þétt og auðvitað öryggisástandið er talsvert verra en það var en ekki neitt sem benti til þess að herinn væri að undirbúa sérstakar aðgerðir. Satt og segja var tilfinngin sú að forsetanum hefði tekist að beygja herinn undir sig á undanförnum árum,“ sagði Ingibjörg. Hún var staðsett á heimili sínu í Istanbúl ásamt eiginmanni sínum Hjörleifi Sveinbjörnssyni og sagði að fá merki þess sæust í hennar nærumhverfi að valdarán stæði yfir. „Við sjáum engin ummerki hér, það eru engin hernaðarfartæki hér á götunum, þetta er bara kyrrlátt föstudagskvöld.“

Þá sagði hún að það kæmi henni það hafa verið einkennilegt að sjá Erdogan, forseta landsins, í útsendingu í gegnum snjallsíma. „Það var mjög sérkennilegt að sjá hann í mynd á iPhone. Þar virðist hann vera að hvetja fólk að fara út á göturnar. Ég geri ráð fyrir því að hann væri ekki að gera það ef þeir hefðu stjórn á atburðarásinni.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×