Erlent

Tyrkland: Myndir af valdaránstilraun

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Tilraunin hófst á því að brúm var lokað af hermönnum í Ankarra.
Tilraunin hófst á því að brúm var lokað af hermönnum í Ankarra. Vísir/Getty
Ringulreið ríkir nú í Tyrklandi eftir að hluti hersins þar hóf valdaránstilraun. Forseti landsins og forsætisráðherra segja aðgerðirnar ólöglegar.

Hermenn og skriðdrekar sjást nú úti á götum í borgunum. Erdogan forseti landsins hvatti fólk til þess að leita út á götu til þess að mótmæla valdaránstilrauninni. Í kjölfarið fór mikill fjöldi fólks út á götu, við flugvelli, torg og stræti.

Skothvellir heyrast í Istanbúl.

Myndirnar hér fyrir neðan eru frá fréttastofu Getty.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×