Erlent

Þrír menn skotnir margsinnis í beinni á Facebook

Samúel Karl Ólason skrifar
Þrír menn í Norfolk í Bandaríkjunum voru skotnir margsinnis í beinni útsendingu á Facebook á miðvikudaginn. Þeir sátu í bíl þegar árásin var gerð og hlustuðu á tónlist. Lögreglan segir einn þeirra vera í lífshættu.

Atvikum sem þessum virðist fara fjölgandi. Myndbandið er enn uppi á síðunni þar sem það brýtur ekki gegn skilmálum þess samkvæmt Huffington Post.

Á myndbandinu má hvernig árásin virðist koma mönnunum þremur algerlega að óvöru. Fjölmörgum skotum er hleypt af, en síminn sem myndbandið er tekið upp á fellur í gólfið við fyrstu skotin.

Myndbandið má sjá hér að neðan en vert er að vara fólk við því að það gæti vakið óhug.

Skömmu eftir að skotunum er hleypt af kemur fólk mönnunum til hjálpar og um tíu mínútum seinna koma sjúkraflutningamenn á vettvang. Lögreglan segir myndbandið vera notað sem sönnunargagn.






Tengdar fréttir

Skotinn við hlið kærustunnar

Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×