Viðskipti innlent

Kjararáð ákvarði laun fyrir mun færri

Sæunn Gísladóttir skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, leggur fram frumvarpið.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, leggur fram frumvarpið. Vísir/Anton Brink
Með frumvarpi til nýrra laga um kjararáð er lagt til að fækkað verði verulega þeim sem kjararáð ákvarðar laun og önnur starfskjör. Lagt er til að kjör skrifstofustjóra í Stjórnarráði Íslands og sendiherra taki mið af kjarasamningum, að kjör aðstoðarmanna ráðherra taki mið af kjörum skrifstofrstjóra, og að kjör starfsmanna þjóðkirkjunnar ráðist af samningum innan þjóðkirkjunnar. Þetta kemur fram í tilkynningur frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Í drögum að frumvarpinu er lagt til að fjölga þeim aftur sem taka laun samkvæmt samningum á hefðbundinn hátt og hins vegar að þeir sem ekki geta samið um laun á venjulegan hátt vegna eðlis starfanna hafi meiri aðkomu að málum þegar ákvarðanir eru teknar um laun og starfskjör þeirra en nú.

Þar kemur einnig fram að þróun síðustu ára hafi verið í átt til óhóflegs fjölda þeirra sem falla undir ákvörðunarvald kjararáðs en ástæða sé til.

Með frumvarpinu er lagt til að kjararáð muni einungis ákvarða laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, dómara, saksóknara, allra ráðherra, ráðuneytisstjóra og nokkurra skrifstofustjóra, seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra og ríkissáttasemjara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×