Viðskipti innlent

Isavia afhenti Kaffitári gögnin í morgun

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir
Isavia hefur afhent Kaffitári gögn er tengjast forvali um samkeppni til reksturs verslana og veitingastaða í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gögnin voru boðsend á skrifstofu Kaffitárs í morgun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Isavia.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í síðasta mánuði að Isavia bæri að afhenda Kaffitári umrædd gögn. Í vikunni beindi Samkeppniseftirlitið þeim tilmælum til fyrirtækjanna að „leita allra mögulegra leiða til að veita Kaffitári aðgang að þeim upplýsingum sem gerir félaginu kleift að gæta að réttarstöðu sinni án þess að sú upplýsingamiðlun gangi svo langt að samkeppni sé raskað.“

Að sögn Isavia voru gögnin sem leggja þurfti fram fyrir forvalið afar ítarleg. Samkeppniseftirlitið, og Isavia, telur að með því að afhenda gögnin í heild sinni gætu bæði Kaffitár og Isavia gerst brotleg við samkeppnislög þar sem þau hafa að geyma ítarlegar upplýsingar um rekstur samkeppnisaðila Kaffitárs.

Í yfirlýsingu Isavia kemur fram að fyrirtækið hafi boðist til þess að lögmenn beggja fyrirtækja settust niður og fyndu leið til að verða við fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins. Því tilboði var hafnað af Kaffitár.

Kaffitár hafði farið fram að fá gögnin afhent með beinni aðfarargerð en áður en til þess kom boðsendi Isavia gögnin.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×