Viðskipti innlent

Viðskiptavinir bankanna varaðir við svikapóstum

ingvar haraldsson skrifar
Bankarnir biðja viðskiptavini sem smellt hafi á hlekkina og gefið upp auðkennisnúmer að beðnir um að breyta þeim umsvifalaust.
Bankarnir biðja viðskiptavini sem smellt hafi á hlekkina og gefið upp auðkennisnúmer að beðnir um að breyta þeim umsvifalaust. Mynd/Arion banki
Landsbankinn og Arion banki hafa varað viðskiptavini sína við tölvupóstum þar sem viðtakendur eru beðnir um að smella á slóð sem vísar á falska vefsíðu sem reynist eftirlíking af forsíðu netbanka fyrrgreindra banka.

Vefslóðirnar eru sagðar vísa á svikasíðu sem hafi þann eina tilgang að nálgast notendaupplýsingar netbankanotenda. Notendur sem smellt hafi á hlekkina og gefið upp auðkennisnúmer eru beðnir um að breyta þeim umsvifalaust. Þá biður Arion banki um að viðkomandi láti bankann vita.

Þá eru einstaklingar minntir á að gefa aldrei upp notendaupplýsingar eða auðkennisnúmer í gegnum tölvupóst enda óski bankarnir aldrei eftir því. Einungis eigi að slá slíkar upplýsingar inn þegar farið sé inn á heimasíður bankanna með hefðbundnum hætti.

Landsbankinn bendir á að á undanförnum mánuðum hafi tilraunum til fjársvika í rafrænum viðskiptum fjölgað, bæði hér á landi og erlendis. Talið er að fjöldi slíkra tilrauna hafi næstum þrefaldast á heimsvísu á milli ára en ýmsum aðferðum er beitt við svikin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×