AGS metur mögulegar endurheimtur ríkisins vegna hrunsins meiri en áður var talið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2016 15:27 Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsástandið hér á landi er lagt mat á mögulegar endurheimtur ríkissjóðs á beinum kostnaði vegna bankahrunsins sem hér varð árið 2008. Er það mat AGS að ríkið gæti mögulega endurheimt það sem nemur 9 prósentum af landsframleiðslu en það er mun meiri ábati en þeir Dr. Hersir Sigurgeirsson og Ásgeir Jónsson mátu mögulegan í skýrslu sem þeir unnu fyrir fjármála-og efnahagsráðuneytið, en á meðal þess sem ekki er tekið tillit til í skýrslu AGS er endurreisn sparisjóðskerfisins og fjármagnskostnaður sem ríkið bar af endurreisn bankanna. Í skýrslu Hersis og Ásgeirs voru mögulegar endurheimtur metnar 2,6 prósent af landsframleiðslu, eða sem samsvarar 55 til 76 milljarða króna. Hafa ber þó í huga að aðeins er um að ræða endurheimtur af beinum útlögðum kostnaði ríkisins en margvíslegur annar kostnaður fylgdi bankahruninu sem dreifðist víða um hagkerfið og er ekki tekið tillit til hans. Hersir ræddi mögulegar endurheimtur ríkisins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sagði hann að þessi mögulegi ábati geti bæði hækkað og lækkað en það fari mest eftir því hvernig ríkinu gengur að selja Landsbankann og Íslandsbanka og hvað mun á endanum fást fyrir þá. Í samtali við Vísi tekur Ásgeir undir það en erfitt er að meta núna hversu mikið mun fást fyrir bankana. „Við erum að sjá til dæmis núna að bankar úti hafa lækkað síðustu vikur og mánuði. Bæði fór Brexit ekki vel með breska banka og líka ákveðið tal um eiginfjárvandræði evrópskra bankavandræði. Mér finnst mjög líklegt að íslensku bankarnir myndu fara á verði sem er undir bókfærðu virði eigin fjár miðað við stöðuna í dag og það yrði þá minni ábati,“ segir Ásgeir en bendir á að á móti komi að bankarnir séu með mikið eigið fé sem ríkið gæti einfaldlega tekið út sem arð ef því hugnaðist sem svo. Á móti komi að þegar ákveðið var að láta bankana hér fara í þrot voru komnar forsendur fyrir því að afskrifa mikið af skuldum. Þannig hafi mikið af skuldum fyrirtækja hér á landi verið afskrifaðar og kröfuhafar bankanna féllust á það, en þær aðgerðir voru langt utan þess svigrúms sem venjulegir hluthafar hafa til að afskrifa skuldir. Þá nefnir Ásgeir einnig ýmsar aðgerðir sem ráðist var í fyrir skuldsett heimili. Þannig hafi mikill ábati fylgt þeirri fjárhagslegu endurskipulagningu sem farið var í eftir hrun sem ekki hefði verið hægt að ráðast í ef bankarnir hefðu ekki fallið. „Svo má líka nefna það að ég held að íslensk fyrirtæki hafi ekki verið svona vel fjármögnuð svo árum skiptir. Til dæmis er ég viss um það að ástæðan fyrir því að laun hafa getað hækkað svona mikið með lágri verðbólgu er að við erum með fyrirtæki sem eru fjármögnuð á allt annan hátt og eru minna skuldsett en áður.“ Brexit Tengdar fréttir Gróði ríkisins gæti orðið 160 milljarðar Ríkið hagnaðist um 76 milljarða króna á falli bankanna. Verði þátttaka mikil í gjaldeyrisútboði í þessum mánuði vænkast hagur ríkisins enn meira. Hagnaðurinn gæti orðið 160 milljarðar. 3. júní 2016 07:00 Endurheimtur ríkisins vegna bankahrunsins 76 milljarðar umfram kostnað Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson lögðu mat á kostnað ríkissjóðs af bankahruninu. 2. júní 2016 15:14 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsástandið hér á landi er lagt mat á mögulegar endurheimtur ríkissjóðs á beinum kostnaði vegna bankahrunsins sem hér varð árið 2008. Er það mat AGS að ríkið gæti mögulega endurheimt það sem nemur 9 prósentum af landsframleiðslu en það er mun meiri ábati en þeir Dr. Hersir Sigurgeirsson og Ásgeir Jónsson mátu mögulegan í skýrslu sem þeir unnu fyrir fjármála-og efnahagsráðuneytið, en á meðal þess sem ekki er tekið tillit til í skýrslu AGS er endurreisn sparisjóðskerfisins og fjármagnskostnaður sem ríkið bar af endurreisn bankanna. Í skýrslu Hersis og Ásgeirs voru mögulegar endurheimtur metnar 2,6 prósent af landsframleiðslu, eða sem samsvarar 55 til 76 milljarða króna. Hafa ber þó í huga að aðeins er um að ræða endurheimtur af beinum útlögðum kostnaði ríkisins en margvíslegur annar kostnaður fylgdi bankahruninu sem dreifðist víða um hagkerfið og er ekki tekið tillit til hans. Hersir ræddi mögulegar endurheimtur ríkisins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sagði hann að þessi mögulegi ábati geti bæði hækkað og lækkað en það fari mest eftir því hvernig ríkinu gengur að selja Landsbankann og Íslandsbanka og hvað mun á endanum fást fyrir þá. Í samtali við Vísi tekur Ásgeir undir það en erfitt er að meta núna hversu mikið mun fást fyrir bankana. „Við erum að sjá til dæmis núna að bankar úti hafa lækkað síðustu vikur og mánuði. Bæði fór Brexit ekki vel með breska banka og líka ákveðið tal um eiginfjárvandræði evrópskra bankavandræði. Mér finnst mjög líklegt að íslensku bankarnir myndu fara á verði sem er undir bókfærðu virði eigin fjár miðað við stöðuna í dag og það yrði þá minni ábati,“ segir Ásgeir en bendir á að á móti komi að bankarnir séu með mikið eigið fé sem ríkið gæti einfaldlega tekið út sem arð ef því hugnaðist sem svo. Á móti komi að þegar ákveðið var að láta bankana hér fara í þrot voru komnar forsendur fyrir því að afskrifa mikið af skuldum. Þannig hafi mikið af skuldum fyrirtækja hér á landi verið afskrifaðar og kröfuhafar bankanna féllust á það, en þær aðgerðir voru langt utan þess svigrúms sem venjulegir hluthafar hafa til að afskrifa skuldir. Þá nefnir Ásgeir einnig ýmsar aðgerðir sem ráðist var í fyrir skuldsett heimili. Þannig hafi mikill ábati fylgt þeirri fjárhagslegu endurskipulagningu sem farið var í eftir hrun sem ekki hefði verið hægt að ráðast í ef bankarnir hefðu ekki fallið. „Svo má líka nefna það að ég held að íslensk fyrirtæki hafi ekki verið svona vel fjármögnuð svo árum skiptir. Til dæmis er ég viss um það að ástæðan fyrir því að laun hafa getað hækkað svona mikið með lágri verðbólgu er að við erum með fyrirtæki sem eru fjármögnuð á allt annan hátt og eru minna skuldsett en áður.“
Brexit Tengdar fréttir Gróði ríkisins gæti orðið 160 milljarðar Ríkið hagnaðist um 76 milljarða króna á falli bankanna. Verði þátttaka mikil í gjaldeyrisútboði í þessum mánuði vænkast hagur ríkisins enn meira. Hagnaðurinn gæti orðið 160 milljarðar. 3. júní 2016 07:00 Endurheimtur ríkisins vegna bankahrunsins 76 milljarðar umfram kostnað Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson lögðu mat á kostnað ríkissjóðs af bankahruninu. 2. júní 2016 15:14 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Gróði ríkisins gæti orðið 160 milljarðar Ríkið hagnaðist um 76 milljarða króna á falli bankanna. Verði þátttaka mikil í gjaldeyrisútboði í þessum mánuði vænkast hagur ríkisins enn meira. Hagnaðurinn gæti orðið 160 milljarðar. 3. júní 2016 07:00
Endurheimtur ríkisins vegna bankahrunsins 76 milljarðar umfram kostnað Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson lögðu mat á kostnað ríkissjóðs af bankahruninu. 2. júní 2016 15:14