Laun hækkuðu um 80% á áratug Sæunn Gísladóttir skrifar 14. júlí 2016 14:48 Verkafólk hækkaði umtalsvert umfram aðrar starfsstéttir í öllum atvinnugreinum á almennum vinnumarkaði á tímabilinu 2006-2015. Vísir/Vilhelm Frá 2006 til 2015 hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 79,6 prósent. Launaþróunin var hnífjöfn á almennum markaði og hjá ríkinu og hjá sveitarfélögum. Laun kvenna hækkuðu meira en karla á tímabilinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Í kjölfar kjarasamninga. Skýrslan er samstarfsverkefni þeirra heildarsamtaka á vinnumarkaði sem aðild eiga að Salek. Niðurstöður skýrslunnar byggja á sérvinnslu úr gagnasafni Hagstofunnar samkvæmt beiðni Salek. Samkvæmt opinberum upplýsingum Hagstofunnar hækkuðu laun á almennum markaði um 6,7 prósent að jafnaði að ári. Á tímabilinu 2006 til 2015 hækkuðu laun um 78,3 prósent hjá ríkinu og um 78,6 prósent hjá sveitarfélögunum. Milli nóvember 2014 og nóvember 2015 hækkuðu laun félagsmanna aðildarfélaga ASÍ á almennum markaði að meðaltali um 8,8 prósent og 7,1 prósent hjá félagsmönnum aðildarfélaga ASÍ sem starfa hjá ríkinu. Félagsmanna aðildarfélaga BHM sem starfa hjá ríkinu hækkuðu að meðaltali um 10,8 prósent á árinu og félagsmenn aðildarfélaga BSRB hjá ríkinu hækkuðu um 8,2 prósent. Laun framhaldsskólakennara hækkuðu langmest allra starfsstétta bæði árin 2014 og 2015, eða um 15,9 prósent fyrra árið og 18,1 prósent hið síðara. Laun þeirra hækkuðu um 100 prósent frá nóvember 2006 samanborið við 78 prósent hækkun á almennum vinnumarkaði. Rekja má skýringar á hækkun launa framhaldsskólakennara mfram aðra hópa til breytts vinnumats í kjarasamningi þeirra og tímabundinnar tengingar við launaþróun BHM-félaga. Fram kemur í skýrslunni að launamunur kynjanna hefur minnkað töluvert á tímabilinu. Í heildarsamtökum og samningssviðum hafa laun kvenna hækkað meira en karla á tímabilinu 2006 til 2015. Regluleg laun (án yfirvinnu) voru hæst hjá félagsmönnum BHM, að meðaltali 552 þúsund krónur á mánuði, þar á eftir framhaldsskólakennarar, 542 þúsund krónur, en meðaltal reglulegra laun á almennum vinnumarkaði var 428 þúsund krónur. Ef skoðuð er launaþróun eftir starfsstéttum og atvinnugreinum kemur fram að verkafólk hækkaði umtalsvert umfram aðrar starfsstéttir í öllum atvinnugreinum á almennum vinnumarkaði á tímabilinu 2006-2015. Í iðnaði hækkaði verkefólk um 93 prósent samanborið við 60 prósent hækkun stjórnenda sem hækkuðu minnst. Stjórnendur hækkuðu einnig minna en aðrar starfsstéttir hjá ríki og sveitarfélögum. Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Frá 2006 til 2015 hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 79,6 prósent. Launaþróunin var hnífjöfn á almennum markaði og hjá ríkinu og hjá sveitarfélögum. Laun kvenna hækkuðu meira en karla á tímabilinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Í kjölfar kjarasamninga. Skýrslan er samstarfsverkefni þeirra heildarsamtaka á vinnumarkaði sem aðild eiga að Salek. Niðurstöður skýrslunnar byggja á sérvinnslu úr gagnasafni Hagstofunnar samkvæmt beiðni Salek. Samkvæmt opinberum upplýsingum Hagstofunnar hækkuðu laun á almennum markaði um 6,7 prósent að jafnaði að ári. Á tímabilinu 2006 til 2015 hækkuðu laun um 78,3 prósent hjá ríkinu og um 78,6 prósent hjá sveitarfélögunum. Milli nóvember 2014 og nóvember 2015 hækkuðu laun félagsmanna aðildarfélaga ASÍ á almennum markaði að meðaltali um 8,8 prósent og 7,1 prósent hjá félagsmönnum aðildarfélaga ASÍ sem starfa hjá ríkinu. Félagsmanna aðildarfélaga BHM sem starfa hjá ríkinu hækkuðu að meðaltali um 10,8 prósent á árinu og félagsmenn aðildarfélaga BSRB hjá ríkinu hækkuðu um 8,2 prósent. Laun framhaldsskólakennara hækkuðu langmest allra starfsstétta bæði árin 2014 og 2015, eða um 15,9 prósent fyrra árið og 18,1 prósent hið síðara. Laun þeirra hækkuðu um 100 prósent frá nóvember 2006 samanborið við 78 prósent hækkun á almennum vinnumarkaði. Rekja má skýringar á hækkun launa framhaldsskólakennara mfram aðra hópa til breytts vinnumats í kjarasamningi þeirra og tímabundinnar tengingar við launaþróun BHM-félaga. Fram kemur í skýrslunni að launamunur kynjanna hefur minnkað töluvert á tímabilinu. Í heildarsamtökum og samningssviðum hafa laun kvenna hækkað meira en karla á tímabilinu 2006 til 2015. Regluleg laun (án yfirvinnu) voru hæst hjá félagsmönnum BHM, að meðaltali 552 þúsund krónur á mánuði, þar á eftir framhaldsskólakennarar, 542 þúsund krónur, en meðaltal reglulegra laun á almennum vinnumarkaði var 428 þúsund krónur. Ef skoðuð er launaþróun eftir starfsstéttum og atvinnugreinum kemur fram að verkafólk hækkaði umtalsvert umfram aðrar starfsstéttir í öllum atvinnugreinum á almennum vinnumarkaði á tímabilinu 2006-2015. Í iðnaði hækkaði verkefólk um 93 prósent samanborið við 60 prósent hækkun stjórnenda sem hækkuðu minnst. Stjórnendur hækkuðu einnig minna en aðrar starfsstéttir hjá ríki og sveitarfélögum.
Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira