Erlent

Nýtt kerfi Evrópusambandsins fyrir hælisleitendur gagnrýnt

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Myndin er tekin í Slóvaníu í október þegar lögreglu fylgi hópi hælisleitenda í Brezic flóttamannabúðirnar.
Myndin er tekin í Slóvaníu í október þegar lögreglu fylgi hópi hælisleitenda í Brezic flóttamannabúðirnar. Vísir/Getty
Embættismenn í Evrópu kynntu í dag kerfi fyrir hælisleitendur sem vonast er til að þjóðir heimsálfunnar taki allar upp. Kerfið er borið á borð sem lausn þeirra vandamála sem skapast hafa vegna þess gífurlega fólksflótta frá stríðshrjáðum löndum til Evrópu.

Kerfið myndi tryggja það að hælisleitendur fengju svipaða eða nánast sömu meðferð og móttökur í löndum Evrópu. Vonast er til að þetta yrði til þess að stöðva þá þróun að hælisleitendur fari frá landi til lands eftir að hafa flúið heimaland sitt. Talað er um að kerfið myndi veita löglegan flutning á þúsundum hælisleitenda á milli landa.

Þýskaland hefur tekið á móti gífurlegum fjölda flóttamanna. Myndin er tekin af flóttamanni í Berlín.Vísir/Getty
Segir kerfið koma í veg fyrir ólöglegan flutninga mannfólks

Dimitri Avramopoulos sem starfar sem framkvæmdastjóri fólksflutninga hjá Evrópusambandinu segir kerfið vera skref í rétta átt til þess að tryggja þeim sem þurfi vernd örugga leið til Evrópulanda. Hann segir einnig kerfið koma í veg fyrir óreglulega fólksflutninga og geti hjálpað við að koma í veg fyrir ólöglegan flutning og smygl á mannfólki yfir landamæri Evrópulanda.

Yfirmaður Amnesty gagnrýnir kerfið harðlega

Mannréttinda samtök í Evrópu hafa þó gagnrýnt þetta nýja kerfi og segja það í raun hannað til þess að takmarka fjölda flóttamanna inn í Evrópu. Þau segja einnig að kerfið auðveldi stjórnvöldum Evrópulanda að senda hælisleitendur út úr landi þegar þeir leiti slíks í fyrsta skiptið. Einnig sé þar ákvæði sem gefi Evrópusambandinu vald til þess að ákveða hvaða lönd í Evrópu séu talin örugg fyrir hælisleitendur. Þar með séu óskir óháðra lögfræðistofnanna hunsaðar. Einnig gefi nýja kerfið stjórnvöldum í Grikklandi leyfi til þess að senda fleiri hælisleitendur til Tyrklands þrátt fyrir slík sé talið lífshættulegt fyrir margra hælisleitendur.

Einn þeirra sem gagnrýna nýja kerfið er John Dalhuisen yfirmaður Amnesty International í Evrópu. Hann segir nýja fyrirkomulagið ekki hannað til þess að flytja suma hælisleitendur á milli landa svo hægt sé að neita fleiri inngöngu.

The Guardian fjallar ítarlega um málið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×