Erlent

Háttsettur ISIS liði lést í Írak

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Bandarísk stjórnvöld sögðu Omar Shishani vera látinn í mars síðastliðnum en ISIS segir hann hafa látist nýverið í bardaga í Írak.
Bandarísk stjórnvöld sögðu Omar Shishani vera látinn í mars síðastliðnum en ISIS segir hann hafa látist nýverið í bardaga í Írak. Vísir/Getty
Fréttastofa sem tengist ISIS hefur staðfest að Omar Shishani sé látinn. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu um andlát hans í mars en hann var þá sagður hafa látist af sárum sínum eftir loftárás sem gerð var í austurhluta Sýrlands. Fréttastofa Amaq fullyrðir þó að hann hafi látist nýlega í bardaga í bænum Shirqat, sunnan við Mosul í Írak. Hann var sagður hafa látist sem píslavottur.

Á sínum tíma buðu bandarísk stjórnvöld um 600 milljónir króna í verðlaunafé fyrir þann sem myndi fanga eða fella hann. Hann var sagður vera mikilvægur maður þegar kom að skipulagningu hernaðaraðgerða ISIS og var einn af lykilmönnum leiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi.

Shisani var fæddur í Rússlandi árið 1986 og hét réttu nafni Tarkhan Taymuruazovich Batirashvili. Hann var áður hermaður í Georgíska hernum en barðist fyrir ISIS í Sýrlandi. Hann var auðþekkjanlegur á rauðu skeggi sínu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×